spot_img
HomeFréttirSolna dregur sig úr sænsku úrvalsdeildinni

Solna dregur sig úr sænsku úrvalsdeildinni

Solna Vik­ings, sænska körfuknatt­leiksliðið sem Sig­urður Gunn­ar Þor­steins­son leik­ur með og hef­ur verið með fleiri Íslend­inga inn­an­borðs á und­an­förn­um árum, hef­ur hætt við að leika í sænsku at­vinnu­deild­inni á kom­andi keppn­is­tíma­bili. www.mbl.is greinir frá.

Í frétt MBL.is segir einnig:

Fé­lagið dreg­ur sig út af fjár­hags­ástæðum og hyggst í staðinn leika í næ­stefstu deild. Þetta  var til­kynnt í dag og á vef fé­lags­ins seg­ir að það verði allt end­ur­skipu­lagt fjár­hags­lega. Mark­miðið sé að kom­ast aft­ur í úr­vals­deild­ina eins fljótt og mögu­legt sé.

Landsliðsmenn­irn­ir Logi Gunn­ars­son og Helgi Már Magnús­son hafa báðir spilað með Solna Vik­ings og þá var Sig­urður Ingi­mund­ar­son þjálf­ari liðsins um skeið.

Fréttir
- Auglýsing -