spot_img
HomeFréttirSolna burstaði topplið Norrköping!

Solna burstaði topplið Norrköping!

 
Solna Vikings tóku topplið Norrköping í kennslustund í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og skelltu gestum sínum 93-61! Helgi Magnússon gerði 8 stig í liði Solna á þeim 20 mínútum sem hann lék í leiknum.
 
Helgi var einnig með 5 fráköst, 3 stolna bolta og 2 stoðsendingar í leiknum. Fyrirfram mátti gera ráð fyrir hörkuleik en liðsmenn Solna höfðu tapað síðustu þremur deildarleikjum á meðan Norrköping hafa vart stigið feilspor.
 
Eftir leiki gærkvöldsins eru Norrköping enn á toppi deildarinnar með 48 stig stig, í 2.-3. sæti eru Plannja og Sundsvall (Jakob Örn) með 42 stig og Solna situr í 4. sæti deildarinnar með 38 stig.
 
Fréttir
- Auglýsing -