spot_img
HomeFréttirSóllilja yfirgefur Breiðablik

Sóllilja yfirgefur Breiðablik

Bakvörðurinn Sóllilja Bjarnadóttir mun ekki vera með Breiðablik á komandi tímabili í úrvalsdeild kvenna. Staðfestir hún þetta við Körfuna fyrr í dag.

Samkvæmt Sóllilju mun hún vera á leiðinni til Umeå í Svíþjóð þar sem hún mun taka hluta af doktorsnámi sínu í félagsfræði, en þangað mun hún fara í byrjun október og ekki koma aftur fyrr en 2021-22 tímabilið verður búið. Þá segist hún gera ráð fyrir að spila körfubolta á meðan að náminu stendur ytra, en það er ekki komið á hreint með hvaða liði.

Sóllilja lék á síðasta tímabili með uppeldisfélagi sínu í Breiðablik í úrvalsdeildinni, en í 21 leik spiluðum skilaði hún 8 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali. Sóllilja, sem er 26 ára, hefur leikið með meistaraflokki síðan 2011, en ásamt Breiðablik hefur hún áður leikið með Stjörnunni, Val og KR. Þá hefur hún einnig leikið sex landsleiki fyrir Íslands hönd síðan árið 2017.

Fréttir
- Auglýsing -