spot_img
HomeFréttirSóllilja eftir tapið gegn nýliðum Fjölnis: Sóknin ekki að virka í seinni...

Sóllilja eftir tapið gegn nýliðum Fjölnis: Sóknin ekki að virka í seinni hálfleik

Nýliðar Fjölnis lögðu Breiðablik í kvöld í miklum spennuleik annarrar umferðar Dominos deildar kvenna. Réðust úrslit ekki fyrr en á lokamínútunni, en þá setti leikmaður Fjölnis Margrét Ósk niður þriggja stiga körfu og svo víti til þess að koma Fjölni í forystu sem þær héldu út leikinn. Fjölnir því búnar að vinna fyrstu tvo leiki tímabilsins á meðan að Breiðablik er samkvæmt töflu búnar að tapa fyrstu tveimur sínum.

Karfan spjallaði við Sóllilju Bjarnadóttur leikmann Breiðabliks eftir leik í Smáranum.

Fréttir
- Auglýsing -