spot_img
HomeFréttirSola verður aftur röndóttur

Sola verður aftur röndóttur

21:32

{mosimage}
(Spurning hvort að Sola hafi fengið svona móttökur á æfingu hjá KR í kvöld)

Jeremiah Sola skrifaðu undir samning við KR fyrr í kvöld og mun hann leika með liðinu fram á vor í Iceland Express-deildinni. Sola er ekki ókunnugur herbúðum KR-inga en hann varð Íslandsmeistari með liðinu síðastliðið vor. Benedikt Guðmundsson sagði að koma hans styrkti liðið í baráttunni undir körfunni.

Sola hefur lítið sem ekkert leikið síðan hann yfirgaf KR-inga eftir síðasta tímabil. Hann var á mála hjá liði á Kýpur en hann lék lítið sem ekkert með liðinu og fékk sig lausan frá því. ,,Hann hefur verið að vinna níu til fimm undanfarið og hann er því ekki í toppformi en hann getur hjálpað,” sagði Benedikt um Sola en hann fór á sína fyrstu æfingu með KR í kvöld.

Eftir að KR missti Fannar í meiðsli eru KR-ingar illa mannaðir af stórum mönnum og Benedikt taldi það nauðsynlegt að bæta hæðina í liðinu og sú ákvörðun að skipta út Jovan Zdravevzki, sem yfirgaf liðið fyrr í kvöld, var ekki auðveld. ,,Auðvitað er leiðinlegt að fórna Jovan en það var bara engin áhugi á að hafa fjóra útlendinga. Við þurfum bara meiri hæð og í þessum stöðum undir körfuni og því var þetta nauðsynlegt. Við erum með nóg af mönnum fyrir utan,” sagði Benedikt og bætti við að þetta væri ekki óskastaða að skipta um leikmenn á þessum tímapunkti en Sola er þekkt stærð og það hafði áhrif á ákvörðunina. ,,Við erum heppnir að svona þekkt stærð eins og Sola er laus. Ég hefði ekkert gert þetta nema vegna þess að ég þekki þennan leikmann. Ég hefði frekar spilað á litlu liði en að fara í eitthvað lotterý.”

Sola er ekki orðinn löglegur með KR en stefnt er að því að hann verði löglegur fyrir næsta leik KR sem er á fimmtudag gegn Grindavík í DHL-höllinni.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -