spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaSökkti Íslenska landsliðinu og hættur við að leika með ÍR?

Sökkti Íslenska landsliðinu og hættur við að leika með ÍR?

Breiðhyltingar eru á fullu þessa dagana að útbúa liðið fyrir komandi átök í Dominos deildinni. Fyrir um tveimur vikum tilkynnti liðið að svissneski leikmaðurinn Roberto Kovac hefði samið við liðið um að leika með því.

Kovac þessi lék með Svissneska landsliðinu gegn því Íslenska á dögununm og má segja að hann hafi sannarlega sökkt því Íslenska. Kovac setti 29 stig á Ísland og þar af 6 þriggja stiga körfur.

Óhætt er að segja að körfuknattleiksáhugamenn voru spenntir að sjá þennan leikmann spila í Dominos deildinni. Óvíst er hvort að því verði þar sem króatískir vefmiðlar hafa greint frá því að hann hafi samið við Cibona í króatísku úrvalsdeildinni. Liðið leikur einnig í ABA deildinni og er ansi öflugt.

Karfan heyrði í Borche Ilievski og spurði hann útí fregnirnar. Hann sagði að Roberto væri enn leikmaður ÍR en Cibona þyrfti að ræða við Breiðhylingana ef þeir ætluðu að semja við Kovac. Stjórn félagsins myndi ganga frá þessu á næstu dögum.

Ljóst er að koma Kovac til landsins er í nokkrum hnút og því gæti orðið bið á því að hann leiki í Dominos deildinni. Breiðhyltingar hafa misst mikið af sterkum leikmönnum í sumar og höfðu því væntanlega miklar væntingar til leikmannsins fyrir veturinn. Á síðustu dögum hefur liðið hinsvegar samið við Collin Pryor og Evan Singletary.

Fréttir
- Auglýsing -