spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaSögulegur fyrsti Íslandsmeistaratitill í höfn hjá Aftureldingu

Sögulegur fyrsti Íslandsmeistaratitill í höfn hjá Aftureldingu

Afturelding Íslandsmeistari í 9. flokki drengja

Oddaleikur í 9. flokki drengja fór fram á Meistaravöllum þar sem lið KR tók á móti Aftureldingu.  Í fyrsta leik fór Afturelding með sigur á Meistaravöllum.  KR jafnaði leikinn í Varmá í leik tvö fyrir fullu húsi stuðningsmanna. 

Í kvöld var komið að oddaleiknum hjá þessum flottu liðum.  KR tók forystu í 1. leikhluta og leiddi leikinn 16-10.  Afturelding kom ákveðið inn í 2. leikhluta og staða í hálfleik 25-33 fyrir gestunum.  Afturelding hélt forystunni það sem eftir lifði leiks og sigraði með 66 stigum gegn 51 stigi KR.

Í liði KR var Benóní Andrason stigahæstur með 17 stig.  Í liði Aftureldingar var Sigurbjörn Einar Gíslason atkvæðamestur með 24 stig.  Leikmaður einvígisins var valinn Dilanas Sketrys út liði Aftureldingar.  Þjálfari Aftureldingar er Sævaldur Bjarnason.  

Þessi sigur er sögulegur fyrir Aftureldingu þar sem um er að ræða fyrsta titil félagsins í körfuknattsleik.  TIL HAMINGJU AFTURELDING!

Mynd af Dilanas og Sævaldi. (Heiðar Logi)

Hópmynd (Ragnar Ágúst)

Umfjöllun / Gísli Jón

Umfjallanir og myndir frá úrslitaleikjum yngri flokka má senda á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -