spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSögulegur baráttuleikur á Skaganum

Sögulegur baráttuleikur á Skaganum

Sögulegur baráttuleikur ÍA – KR  á AkranesiÍA og KR mættust í miklum baráttuleik á Akranesi í gær, það var vel mætt á leikinn og góðmennt í húsinu. Heiðursgestir á leiknum voru leikmenn ÍA og KR sem léku fyrsta opinbera keppnisleik ÍA í körfubolta sem var árið 1975 gegn KR. Sá leikur endaði 44 – 144 fyrir KR en leikurinn í gær var hinsvegar jafn og spennandi allan tímann.

Staðan var 23-13 fyrir ÍA eftir 1. leikhluta og í hálfleik var staðan 39-37 fyrir heimamenn. Skagamenn náðu 11 stiga forskoti í lok þriðja leikhluta, 67-56 og útlit fyrir að þeir næðu að hefna fyrir ófarirnar árið 1975. Í fjórða leikhlutanum tóku reynslumiklir leikmenn KR hinsvegar til sinna ráða. KR skoruðu 12 stig í röð og komust tveimur stigum yfir þegar rúmlega 3 mínútur voru eftir af leiknum.


Liðin skiptust svo á að hafa forystu á lokakaflanum og voru Skagamenn með 1 stigs forystu þegar innan við mínuta var eftir af leiknum. Þá setti Oddur Rúnar niður stórt þriggja stiga skot sem Skagamenn náðu ekki að svara og fengu síðan í kjölfarið á sig nánast allar tegundir af villum. Það fór svo að lokum að KR-ingar sigldu sigrinum í höfn á vítalínunni og urðu lokatölur 84-77 fyrir KR.

Fyrir heimamenn var Srdan Stojanovic stigahæstur með 22 stig og 5 fráköst, Þórður Freyr Jónsson skoraði 20 stig, Lucien Christofis 11 stig og Aamondae Coleman var með 10 stig og 10 fráköst.

Hjá KR var Oddur Rúnar Kristjánsson stigahæstur með 22 stig, Dani Koljanin var með 21 og 9 fráköst, Adama Darbo skoraði 18 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Jónas Ottósson)

Umfjöllun / Jón Þór

Fréttir
- Auglýsing -