spot_img
HomeFréttirSögulegum áfanga náð að Ásvöllum

Sögulegum áfanga náð að Ásvöllum

12:00 

{mosimage}

 

 

Leikur Hauka og Breiðabliks í Iceland Express deild kvenna var nokkuð sögulegur í gærkvöldi en þá dæmdu tvær konur saman í leik í efstu deild í fyrsta sinn á Íslandi. Allir inni á vellinum voru því kvenkyns og er það vel.

 

Fyrr í vetur varð Indíana Sólveig Marquez fyrsta konan á Íslandi til þess dæma í efstu deild í leik ÍS og Keflavíkur. Á hæla hennar fylgdi svo Georgía Olga Kristiansen og í gærkvöldi leiddu þær stöllur saman hesta sína í leik Hauka og Breiðabliks.

 

Af leiknum í gær er það að segja að Haukar styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með stórsigri á fyrrum aðstoðarþjálfara sínum, Yngva Gunnlaugssyni, og leikmönnum hans í Breiðablik. Lokatölur leiksins voru 116-74 og nú hafa Haukar 6 stiga forskot á Keflavík í deildinni og deildarmeistaratitillinn vís. Haukar þurfa aðeins að vinna Hamar í næsta leik og þá verða þær deildarmeistarar. Sá leikur fer fram næstkomandi miðvikudag í Hveragerði.

 

Efsta mynd: Hilmir Heiðar Lundevik – www.vikurfrettir.is

Aðrar myndir: Gunnar Freyr Steinsson – [email protected]

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -