spot_img
HomeFréttirSöguleg úrslit í NBA deildinni - Pacers lögðu Celtics og Hayward stórkostlegur...

Söguleg úrslit í NBA deildinni – Pacers lögðu Celtics og Hayward stórkostlegur gegn Brooklyn Nets

Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í gærkvöldi og í nótt. Eitthvað var um áhugaverð úrslit í leikjunum, en líklega voru engin þeirra jafn undarleg og 50 stiga sigur Dallas Mavericks á LA Clippers. Mavericks leiddu eftir fyrri hálfleik 77-27. Er það mesti munur sem verið hefur á liðum í hálfleik síðan að skotklukkan var tekin upp tímabilið 1954-55.

Það helsta úr leik Mavericks og Clippers:

https://www.youtube.com/watch?v=c19bEUm4Fgg

Þá lögðu Charlotte Hornets lið Brooklyn Nets nokkuð óvænt í spennandi leik. Gordon Hayward stórkostlegur fyrir Hornets í leiknum með 28 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Fyrir Nets var það Kevin Durant sem dróg vagninn með 29 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar.

Það helsta úr leik Hornets og Nets:

https://www.youtube.com/watch?v=4jtkzi2Xxs0

Nokkur spenna var í mörgum leikjum næturinnar þar sem að fjórir af tíu þeirra unnust með þremur stigum eða minna. Einn slíkur var sigur Indiana Pacers á Boston Celtics, 107-108. Pacers án stjörnuleikmanns síns Victor Oladipo. Domantas Sabonis atkvæðamestur þeirra með 19 stig og 10 fráköst, á meðan að Jayson Tatum setti 25 stig fyrir Celtics.

Það helsta úr leik Celtics og Pacers:

Úrslit næturinnar:

Dallas Mavericks 124 – 73 LA Clippers

Brooklyn Nets 104 – 106 Charlotte Hornets

Orlando Magic 120 – 113 Washington Wizards

San Antonio Spurs 95 – 98 New Orleans Pelicans

Philadelphia 76ers 94 – 118 Cleveland Cavaliers

Milwaukee Bucks 110 – 130 New York Knicks

Boston Celtics 107 – 108 Indiana Pacers

Golden State Warriors 129 – 128 Chicago Bulls

Phoenix Suns 116 – 100 Sacramento Kings

Minnesota Timberwolves 91 – 127 Los Angeles Lakers

Fréttir
- Auglýsing -