Ármenningar leiddu frá byrjun til enda gegn heimamönnum í Keflavík í 15. umferð Bónus deildar karla, en leikurinn endaði 93-102.
Um var að ræða nokkuð sögulegan sigur fyrir Ármann, sem hafði aldrei áður tekist að sigra Keflavík í mótsleik í efstu deild.
Eftir leikinn er Keflavík í 5. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan Ármann er í 10. sætinu með 8 stig.
Ármann byrjaði leik kvöldsins betur og leiddu þeir með 9 stigum eftir fyrsta leikhluta. Undir lok hálfleiksins náðu þeir svo aðeins að bæta í og eru 12 stigum yfir í hálfleik, 43-55.
Heimamenn í Keflavík ná aðeins að spyrna við í upphafi seinni hálfleiksins, en fyrir lokaleikhlutann er það þó enn Ármann sem leiðir með 8 stigum. Keflvíkingar hóta því svo í nokkur skipti að jafna og hrifsa sigurinn úr greipum Ármanns á lokamínútunum, en allt kemur fyrir ekki. Niðurstaðan að lokum sterkur sigur Ármanns, 93-102.
Stigahæstir fyrir Keflavík í leiknum voru Mirza Bulic með 26 stig og Halldór Garðar Hermannsson með 13 stig.
Fyrir Ármann var stigahæstur Daniel Love með 27 stig og Bragi Guðmundsson honum næstur með 23 stig.
Keflavík: Mirza Bulic 26/10 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 13, Jaka Brodnik 12/4 fráköst, Ólafur Björn Gunnlaugsson 10/6 fráköst, Craig Edward Moller 10/8 fráköst, Hilmar Pétursson 8/5 fráköst, Egor Koulechov 7/4 fráköst, Remy Martin 7/6 stoðsendingar, Nikola Orelj 0, Jakob Máni Magnússon 0, Frosti Sigurðarson 0, Eyþór Lár Bárðarson 0.
Ármann: Daniel Love 27/5 stoðsendingar, Bragi Guðmundsson 23/8 fráköst, Arnaldur Grímsson 18, Marek Dolezaj 14/8 fráköst, Brandon Averette 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Zarko Jukic 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 5, Alfonso Birgir Gomez Söruson 0, Valur Kári Eiðsson 0, Kári Kaldal 0, Jakob Leifur Kristbjarnarson 0, Cedrick Taylor Bowen 0.



