Undir 20 ára lið kvenna lauk leik á A deildar Evrópumótinu í Matosinhos í dag.
Lokaleiknum tapaði liðið fyrir Tyrklandi, 65-73, en hann var upp á sjöunda sæti mótsins. Niðurstaða Íslands því 8. sætið þetta árið, en sá árangur er sögulega góður sem besti árangur sögunnar hjá liði undir 20 ára kvenna.
Íslenska liðið byrjaði leik dagsins betur og leiddu með 10 stigum eftir fyrsta leikhluta. Það forskot þeirra var svo komið í 3 stig þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik.
Upphaf seinni hálfleiksins var svo líklega eitthvað sem íslenska liðið vill gleyma. Missa niður forystu sína og eru komnar 11 stigum undir fyrir lokaleikhlutann. Leikurinn svo aldrei neitt sérstaklega spennandi á lokamínútunum þó Ísland hafi ekki verið langt undan. Niðurstaðan að lokum 8 stiga tap, 65-73.
Stigahæst fyrir Ísland í leiknum var Kolbrún María Ármannsdóttir með 14 stig. Henni næstar voru Rebekka Rut Steingrímsdóttir með 11 stig og Anna María Magnúsdóttir og Sara Líf Boama með 9 stig hvor.



