spot_img
HomeFréttirSöguleg frammistaða LeBron James sá um Raptors í seinni hálfleik

Söguleg frammistaða LeBron James sá um Raptors í seinni hálfleik

 

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Boston Celtics sigruðu lið Philadelphia 76ers í öðrum leik liðanna og eru því komnir með 2-0 forystu í einvígi liðanna í annarri umferð úrslitakeppninnar.

 

Þá sigruðu Cleveland Cavaliers lið Toronto Raptors í öðrum leik liðanna í annarri umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar. Cavaliers því komnir með 2-0 forskot í einvíginu, en næstu 2 leikir fara fram í Cleveland. Þar bíður Raptors ærið verkefni, en þar hafa þeir tapað 5 leikjum í röð í úrslitakeppninni.

 

LeBron James var stórkostlegur í liði Cavaliers. Eftir frekar rólegan fyrri hálfleik, sprakk hann út í þeim seinni. Endaði leikinn með 43 stig, 8 fráköst og 14 stoðsendingar. Stigin skoraði hann á stórgóðri 68% skotnýtingu, en á tímabili virtist það ekki skipta máli hversu erfitt skot Raptors létu hann taka, hann setti það niður. Fyrir Raptors var það DeMar DeRozan sem dróg vagninn með 24 stigum og 3 stoðsendingum.

 

 

Eitt af fjölmörgum fáránlega erfiðum skotum sem James setti niður í kvöld:

 

 

Fólk hafði sitt að segja um frammistöðuna á Twitter:

 

 

 

 

Úrslit kvöldsins

Cleveland Cavaliers 128 – 110 Toronto Raptors

(Cavaliers leiða 2-0)

 

Philadelphia 76ers 103 – 108 Boston Celtics

(Celtics leiða 2-0)

 

 

Það helsta úr leik Cavaliers og Raptors:

Fréttir
- Auglýsing -