spot_img
HomeFréttirSögðu upp til að sjá Kobe spila

Sögðu upp til að sjá Kobe spila

 

Tveir gárungar frá Ítalíu létu sér fátt um finnast að segja upp dagvinnu sinni til þess eins að getað flogið til Bandaríkjanna og berja goð sitt augum í síðasta skipti.  Það fer jú hver að verða síðastu að sjá Kobe Bryant spila körfuknattleik í NBA deildinni. Eins og flestir vita hefur Kobe gefið það út að hann komi til með að hætta í lok þessa tímabils og þá voru góð ráð dýr (rándýr) fyrir tvo unga menn frá Ítalíu. 

 

Nú fyrst það var farið út í það að fara a leik þá fóru þessir menn alla leið.  Keyptu sér miða á hliðarlínunni fyrir 6000 dollara, flug til Philadelphiu fyrir 2500 dollara og sem fyrr segir til að komast á leikinn sögðu þeir upp vinnu sinni.  

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -