spot_img
HomeFréttirSödertalje tók forystuna gegn Boras

Södertalje tók forystuna gegn Boras

Jakob Örn Sigurðarson skoraði 6 stig fyrir Boras í kvöld þegar liðið lenti 1-0 undir gegn Södertalje Kings í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Lokatölur voru 79-61 Södertalje í vil.

Jakob var einnig með eitt frákast og eina stoðsendingu í leiknum en þetta fór afleitlega af stað hjá Boras í kvöld þar sem Södertalje opnaði leikinn 22-8. 

 

Boras fær tækifæri til að jafna metin þann 2. apríl næstkomandi þegar liðið tekur á móti Södertalje á sínum heimavelli. 

Fréttir
- Auglýsing -