spot_img
HomeFréttirSödertalje stal fyrsta leik gegn Sundsvall

Södertalje stal fyrsta leik gegn Sundsvall

Í kvöld hófust úrslitin í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik þar sem Södertalje Kings stálu sigri á heimavelli Sundsvall Dragons og leiða því 0-1 í einvíginu. Sundsvall hefur heimaleikjaréttinn í seríunni sem deildarmeistari en gerðu lítið úr honum með tapi í kvöld.
 
Lokatölur leiksins voru 66-72 Södertalje í vil þar sem Jakob Örn Sigurðarson gerði 25 stig, tók 4 fráköst og gaf 2 stoðsendingar í liði Sundsvall. Jakob setti niður 5 af 8 þristum sínum í leiknum en það dugði ekki til að þessu sinni. Hlynur Bæringsson bætti svo við 10 stigum og 14 fráköstum í liði Sundsvall. Hjá Södertalje var Toni Bizaca atkvæðamestur með 24 stig og 5 fráköst.
 
Önnur úrslitaviðureign liðanna fer fram á heimavelli Södertalje næsta laugardag, 20. apríl en vinna þarf fjóra leiki til þess að verða sænskur meistari.
  
Fréttir
- Auglýsing -