spot_img
HomeFréttirSocial Chameleon #9 - Reggie Dupree on his supposed retirement, hardest competitors...

Social Chameleon #9 – Reggie Dupree on his supposed retirement, hardest competitors and best teammates

Dominykas Milka ræðir við fyrrum leikmann Keflavíkur Reggie Dupree um hvernig lífið sé að fara með hann eftir körfubolta, en hann lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil. 

Reggie kom fyrst til Íslands árið 2012, en hann hóf feril sinn með Reynir í fyrstu deildinni. Árið 2014 var hann kominn í lið Keflavíkur þar sem hann hefur leikið allar götur síðan.

Þá fer Reggie yfir hvaða leikmönnum var erfiðast að spila á móti, hverjum var best að spila með, vonbrigði úrslitaeinvígis síðasta tímabils og margt margt fleira.

Social Chameleon mun koma reglulega út í vetur, en í því mun Dominykas ræða við áhugavert fólk bæði um hin ýmsu málefni sem snerta körfuknattleik, sem og málefni líðandi stundar.

Social Chameleon er í boði Kristalls, Lykils og Subway.

Með Dominykas er sem áður ritstjóri Körfunnar Davíð Eldur.

Hlustendum er bent á Instagram síðu þáttarins fyrir tillögur að skemmtilegu efni, sem og til þess að senda inn spurningar, en hún er aðgengileg hér.

Fréttir
- Auglýsing -