spot_img
HomeFréttirSocial Chameleon #8 - Travis Atson on his short stint with Grindavik,...

Social Chameleon #8 – Travis Atson on his short stint with Grindavik, injuries and a wild college career

Dominykas Milka ræðir við fyrrum leikmann Grindavíkur Travis Atson, en honum var sagt upp nú um helgina eftir að hafa leikið fjóra leiki með liðinu. Travis lék á sínum tíma með sama framhaldsskólaliði og Dominykas í New York, Christ the King, en báðir unnu leikmennirnir titla með skólanum.

Farið er yfir líflegan skólaferil Travis, veruna á Íslandi, að eiga við alvarleg meiðsli og margt, margt fleira. Samningur Travis við Grindavík nú um síðustu mánaðarmót var fyrsti atvinnumannasamningur hans, en á síðasta tímabili var hann með St.Francis Terriers í bandaríska háskólaboltanum.

Social Chameleon mun koma reglulega út í vetur, en í því mun Dominykas ræða við áhugavert fólk bæði um hin ýmsu málefni sem snerta körfuknattleik, sem og málefni líðandi stundar.

Social Chameleon er í boði Kristalls, Lykils og Subway.

Með Dominykas er sem áður ritstjóri Körfunnar Davíð Eldur.

Hlustendum er bent á Instagram síðu þáttarins fyrir tillögur að skemmtilegu efni, sem og til þess að senda inn spurningar, en hún er aðgengileg hér.

Fréttir
- Auglýsing -