spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSnýr aftur heim ,,Setjum markmiðið hátt"

Snýr aftur heim ,,Setjum markmiðið hátt”

Viktor Máni Steffensen hefur samið við Fjölni um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla.

Viktor er uppalinn hjá félaginu, en lék með Álftanesi í Bónus deildinni síðasta tímabil. Hann var valinn besti leikmaður fyrstu deildar karla tímabilið 2023–2024, en hann skilaði að meðaltali 18 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum í leik.

„Ég er gríðarlega spenntur að koma aftur heim. Ég þekki mig vel hér og mér líður alltaf vel í Grafarvoginum. Við setjum markmiðið hátt og stefnum upp – ég hlakka til að vera hluti af því ferðalagi og fá að skína með strákunum í Fjölni,“ sagði Viktor við undirskrift samningsins.

„Ég er sérstaklega ánægður með að fá Viktor aftur heim í Fjölni. Við þekkjum hann vel – frábær karakter og hæfileikaríkur leikmaður sem hefur sannað sig sem einn af bestu leikmönnum deildarinnar,“ sagði Baldur Már Stefánsson, þjálfari liðsins.

„KKD Fjölnis bindur miklar vonir við heimkomu Viktors, sem er mikilvægur hlekkur í stefnu deildarinnar um að berjast fyrir góðum árangri og komast í efstu deild. Við viljum byggja á sterkum grunni og nýta hæfileika leikmanna okkar til að ná markmiðum okkar.“

Fréttir
- Auglýsing -