spot_img
HomeFréttirSnorri Örn reifar mögulegar breytingar í yngri flokkum

Snorri Örn reifar mögulegar breytingar í yngri flokkum

Snorri Örn Arnaldsson yfirþjálfari yngri flokka í Stjörnunni hefur sett saman ansi athyglisverða grein þar sem hann reifar mögulegar breytingar á keppnisfyrirkomulagi yngri flokka.
 
 
Við grípum hér niður í grein Snorra:
 
Í dag spilum við 5 gegn 5 með 5-7 varamenn í minnibolta 11 ára, 7. og 8. flokki. Þetta hefur verið óbreytt frá því að ég kom að þessu fyrir rúmum 20 árum, og því miður hefur ekki verið mikil umræða um þennan þátt yngri flokkanna að mér vitandi. Að börn vilji frekar spila í tapliði en að vera á bekknum í sigurliði segir okkur að breyta þurfi reglunum. Hér er því vænlegast að horfa til þess að fækka bæði leikmönnum á leikvelli og varamönnum.

• 8. flokkur - 4 gegn 4, 2×15 mínútna leikur, frjálsar skiptingar
• 7. flokkur -  4 gegn 4, 2×15 mínútna leikur, frjálsar skiptingar, engin þriggja stiga lína
• MB9-11 – 4 gegn 4, 2×10 mínútna leikur, frjálsar skiptingar, engin þriggja stiga lína
• MB6-8 – 3 gegn 3, 2×6 mínútna leikur, frjálsar skiptingar, engin þriggja stiga lína

Í fjögurra leikmanna bolta getur hvert lið minnst verið skipað 4 leikmönnum og mest 7. Þar sem aðeins þarf 4 leikmenn til að manna lið gefst fleiri félögum færi á að tefla fram liðum án þess að vera fórnarlömb bónusstiganna. Í raun er engu fórnað, þar sem fleiri leikmönnum gefst þá tækifæri á að spila meira. Leikmenn sem alla jafna væru 6., 7., 8., 9. og 10. bestu leikmenn síns félags fengju að vera 5 bestu leikmenn síns liðs og í staðinn fyrir að spila einn leikhluta fyrir aftan 5 bestu leikmennina eins og algengt er, þá fá þeir tækifæri til að vera kjarni síns liðs. Sama á við um 11.-15. bestu leikmennina o.s.frv. Með smá vinnu og fínstillingum ætti að vera hægt að fjölga jafningjaleikjum, þar sem sem flestir leikmenn fá verkefni við hæfi. Það að finna verkefni við hæfi er einmitt einn mikilvægasti þáttur yngri flokka þjálfunar.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -