spot_img
HomeFréttirSnorri og Igor Tratnik til Valsmanna

Snorri og Igor Tratnik til Valsmanna

 
Snorri Þorvaldsson hefur söðlað um og gengið til liðs við Valsmenn í Iceland Express deild karla en hann mátti á síðustu leiktíð þola fall með Hamarsmönnum í 1. deild. Þá greinir Eurobasket.com frá því að Valsmenn hafi einnig samið við Slóvenan Igor Tratnik en hann hefur áður leikið hérlendis með KFÍ.
Af öðrum félagsskiptum má m.a. greina frá að Blikinn efnilegi Hallveig Jónsdóttir er gengin í raðir Valskvenna en hún var einn af sterkustu leikmönnum U16 ára landsliðs Íslands á NM fyrr á þessu ári.
 
Björn Kristjánsson er farinn í raðir KR á nýjan leik en hann lék með FSu á lokaspretti 1. deildar á síðasta tímabili. Sigurður Friðrik Gunnarsson er kominn með leikheimild hjá Keflavík, sínu uppeldisfélagi, en hann hefur verið á mála hjá Val undanfarin tímabil og þá hefur Konrad Tota, spilandi þjálfari Þórs frá Akureyri á síðustu leiktíð, komið sér fyrir í Þýskalandi.
 
Mynd/ www.sunnlenska.is – Snorri í leik með Hamri.
 
Fréttir
- Auglýsing -