Leikmaður Íslands, deildar og bikarmeistara KR, Snorri Hrafnkelsson hefur samið við Þór í Þorlákshöfn um að leika með liðinu á komandi tímabili. Í stjörnuprýddu liði KR á síðasta tímabili skilaði Snorri 5 stigum og 3 fráköstum að meðaltali í 29 leikjum deildar, bikar og úrslitakeppni. Þær tölur gefa þó að litlu leyti til kynna gæði Snorra sem leikmanns, en sterklega má búast við því að þær aukist verði honum gefið stærra hlutverk hjá Þór. Að sögn þjálfara liðsins, Einars Árna Jóhannssonar, eru þeir gríðarlega ánægðir með að haf náð í leikmanninn og gera þeir ráð fyrir að hann muni smell passa inn í liðið.
Fréttatilkynning Þórs:
Þór í Þorlákshöfn hefur samið við Snorra Hrafnkelsson um að ganga til liðs við félagið. Snorri er 23ja ára gamall og 199 cm miðherji sem kemur frá KR þar sem hann hefur leikið síðustu tvö ár. Snorri er alinn upp í Breiðablik. Snorri skoraði 5,7 stig og tók 2,9 fráköst á 17 mínútum í deildarkeppninni með KR en lék minna í úrslitakeppninni og missti m.a. af nokkrum leikjum vegna meiðsla.
Það ríkir mikil ánægja með komu Snorra í Þórsliðið en hann er öflugur miðherji sem að hefur þónokkra reynslu orðið þrátt fyrir ungan aldur. Snorri þekkir einnig ágætlega til innan herbúða Þórs en hann hefur m.a. leikið undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar þjálfara liðsins hjá bæði Breiðablik og Njarðvík sem og í yngri landsliðunum.