spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSnorri atkvæðamikill fyrir Royals í Leeuwarden

Snorri atkvæðamikill fyrir Royals í Leeuwarden

Snorri Vignisson og Hague Royals máttu þola tap í gærkvöldi fyrir Aris Leeuwarden í BNXT deildinni í Hollandi, 91-75.

Royals hefur gengið afleitlega síðastliðnar vikur, tapað síðustu sjö leikjum í röð, en í heildina hafa þeir unnið einn og tapað níu í deildinni.

Snorri var í byrjunarliði Royals í leiknum og skilaði 8 stigum, 9 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 vörðum skotum á rúmum 28 mínútum spiluðum.

Næsti leikur Snorra og Royals er eftir landsleikjahléið, þann 2. desember gegn Yoast United.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -