spot_img
HomeFréttirSnöggur varnarmaður í Vesturbæinn

Snöggur varnarmaður í Vesturbæinn

 
Eins og þegar hefur komið fram hafa KR-ingar náð samningi við Marcus Walker og mun hann leika með Vesturbæingum í Iceland Express deild karla á komandi leiktíð. Kappinn er snöggur varnarmaður að sögn Hrafns Kristjánssonar þjálfara KR. 
,,Marcus Walker er u.þ.b. 180 sm bakvörður úr Colorado State háskólanum en þaðan útskrifaðist hann 2009. Síðasta ári hefur hann eytt í að ljúka menntun sinni. Hann var með um 17 stig að meðaltali með Colorado State og vann sér meðal annars það til frægðar þar að setja 43 stig í leik gegn Tennessee State. Hans helsti kostur er talinn hraði og varnarleikur. Búast má við að Marcus lendi á klakanum næsta mánudag,“ sagði Hrafn og því hefur Walker skamman tíma til þess að komast í takt við KR hópinn enda fyrsti leikur liðsins í Íslandsmótinu gegn Stjörnunni í Vesturbænum þann 7. október.
 
Fréttir
- Auglýsing -