Snjólfur Björnsson skrifaði í gær undir samning um að spila með Breiðablik í vetur. Snjólfur er 21 árs, 183 cm bakvörður sem kemur frá Snæfelli þar sem hann spilaði um 15 mínútur í leik á síðasta tímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Blikar sendu frá sér í gærkvöldi.
Í tilkynningu Blika segir einnig:
Snjólfur er þekktur fyrir mikla baráttu og sterkan varnarleik auk þess að vera mikill leiðtogi á velli. Við bjóðum Snjólf hjartanlega velkominn í Kópavoginn!
Mynd/ Snjólfur t.v. og Baldur Már Stefánsson framkvæmdastjóri KKD Breiðabliks t.h.



