spot_img
HomeFréttirSnæfellsstúlkur fá liðsstyrk eftir áramót

Snæfellsstúlkur fá liðsstyrk eftir áramót

12:06:02

{mosimage}

Lið Snæfells í Iceland Express deild kvenna hefur samið við bandarísku stúlkuna Kristen Green um að koma og leika með liðinu eftir áramót, en eins og kunnugt er ákvað Detra Ashley sem lék með liðinu framan af vetri að halda heim á leið á dögunum.

Kristen þessi lék með Cal State Irvine háskólanum í NCAA 1 deildinni og útskrifaðist þaðan 2004. Eftir það hefur hún leikið í Holland, Puerto Rico, Tyrklandi og í ABA deildinni í Bandaríkjunum. Var þriðja konan til að komast á samning þar. Þá æfði hún í 2 og hálfan mánuð með WNBA deildarliðinu Los Angeles Sparks

Gunnar Svanlaugsson formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Snæfell sagði við karfan.is að Hólmarar væru á fullu að safna fyrir leikmanninum og það væri mikil spenna í gangi yfir komu hennar. Hann bað okkur hér á karfan.is jafnframt að birta eftirfarandi bréf.

Ágætu Snæfellingar, gott stuðningsfólk nær og fjær !

Nú er langt liðið á fyrri hluta úrvalsdeildar kvenna en í þeim hlutanum leika öll liðin 14 leiki. Við höfum leikið 9 leiki og munum ljúka þeim 6 sem eftir eru í lok janúar, eða miðvikudaginn 21. jan.  Hver leikur hefur verið skref fram á við og er það skoðun fagfólks að  Snæfell hafi á að skipa mjög efnilegum hópi leikkvenna, og framtíðin því björt hjá okkar liði. 

Við höfum unnið einn leik og það var á móti sterku liði Grindvíkinga, hinum leikjunum höfum við tapað bæði naumt og stórt.  Við vermum neðsta sæti úrvalsdeildarinnar ásamt  góðu liði Fjölnis og er því sannarlega verk að vinna.

Auðvitað skipta allir leikir máli, en aðalleikirnir hefjast síðan að lokinni þessari umferð og munum við þá leika  6 úrslitaleiki, annaðhvort í 4 liða A eða B riðli.  Við erum nú þegar farin að undirbúa þann hluta keppninnar með ýmsum hætti, nánar síðar.

Við viljum þakka öllum fyrir góða þátttöku í okkar fjáröflunum  og mætingu á leiki en eingöngu þannig náum við settum markmiðum sem eru m.a. að halda áfram að efla okkar kraftmikla íþróttafólk hér á Nesinu og bjóða upp á góða skemmtun með þátttöku á flottum körfuboltaleikjum Snæfells.

Við skorum á stuðningsfólk Snæfells  á  stór- Reykjavíkursvæðinu að mæta  vel á alla leiki okkar eftir áramót og hvetja öll okkar lið til sigurs. Það er góður stígandi í körfuboltastarfi Snæfells á þessu keppnistímabili og því mikilvægt að fjölmenna á leiki okkar, sýna sig og sjá aðra og síðast en ekki síst að kalla hátt og skyrt,  áfram Snæfell !

Gunnar Svanlaugsson, formaður mfl. Snæfells / kvenna

[email protected]

Mynd: www.ucirvinesports.com

Fréttir
- Auglýsing -