spot_img
HomeFréttirSnæfellsstúlkur einar á toppi deildarinnar

Snæfellsstúlkur einar á toppi deildarinnar

 

Heil umferð var í dag í Dominos deild kvenna. Í stórleik dagsins, þar sem liðin sem deildu efsta sæti deildarinnar mættust, sigraði Snæfell Skallagrím. Snæfell er því eitt á toppi deildarinnar. Þá sigraði Keflavík Stjörnuna, Njarðvík sigraði Val og Haukar sigruðu Grindavík.

 

Í toppslag 1. deildar kvenna bar Breiðablik sigurorð af Þór á Akureyri. Liðin eru því með jafn mörg stig í efsta sæti deildarinnar eftir leikinn. Þór á þó leik til góða.

 

Staðan í Dominos deild kvenna

Staðan í 1. deild kvenna

 

 

Úrslit dagsins

 

Dominos deild kvenna:

Njarðvík 84 – 74 Valur

Grindavík 52 – 56 Haukar 

Keflavík 74 – 68 Stjarnan 

Skallagrímur 61 – 71 Snæfell 

 

 

1. deild kvenna:

Þór Akureyri 63 – 70 Breiðablik 

Fréttir
- Auglýsing -