18:00
{mosimage}
Nýliðar Snæfells í Iceland Express deild kvenna er byrjað að undirbúa sig fyrir átökin í vetur og nú nýlega gengu þær frá samningi við bandarísku stúlkuna Detra Ashley. Liðið hefur hafið æfingar undir stjórn Högna Högnasonar að sögn Gunnar Svanlaugssonar formanns kvennaráðs félagsins.
Gunnar sagði einnig að liðið ætlaði ekki að fá fleiri leikmenn, það yrði hlúð að þeim 15 manna hóp sem er til staðar, þetta væru ungar og efnilegar stúlkur sem gerðu sér grein fyrir út í hvað þær væru að fara og það væri samhugur í bænum að styðja þær í því. Ashley þessi er 26 ára gömul framherji sem lék með Oklahoma City skólanum og eftir það í Pureto Rico og WCBL deildinni þar sem hún kláraði nýliðið tímabil með 26 stig og 9 fráköst.
Mynd: