spot_img
HomeFréttirSnæfellsstelpur á flugi

Snæfellsstelpur á flugi

23:00

{mosimage}

Stelpurnar í Snæfell hafa heldur betur verið á flugi og með 25 stiga sigri á Njarðvíkurstúlkum í kvöld 72 – 47 eru þær enn taplausar í 1. deildinni.

 

 

Hjá Snæfellingum voru Alda Leif og Gunnhildur Gunnarsdóttir máttarstólpar liðsins með 19 stig hvor og ekki má gleyma framlagi Berglindar Gunnarsdóttur sem var með 12 stig

Hjá Njarðvík voru Dísa R. Edwards og Sigrún B. Valdemarsdóttir að skora 10 stig hvor.

 

Snæfell hafði fyrir leikinn 12 stig og tvo leiki til góða á topplið 1. deildar Hauka b en með sigrinum í kvöld komust þær við hlið Hauka b með 14 stig og eru þar að auki taplausar með leik til góða á Hauka b stelpurnar. Þetta var því mikilvægur sigur Snæfells í toppslagnum á Njarðvíkurstelpum í kvöld sem eru í 3ja sæti með 12 stig eftir leik kvöldsins og eru í baráttunni en Snæfell er einnig með leik til góða á þær líka og ætla sér greinilega á vera á úvalsdeildarvettvangi eins og karlaliðið. Það er nokkuð ljóst að það verður skemmtilegt að fylgjast með gangi mála í 1. deild kvenna og hvet ég áhugafólk að kíkja á leiki. En þessi þrjú lið Snæfell, Haukar b og Njarðvík bera af í 1.deild kvenna og verður slagur um toppsætið

 

Símon B Hjaltalín.

 

 

Mynd: Emil Örn Sigurðarson [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -