spot_img
HomeFréttirSnæfellingar voru ljónin í Ljónagryfjunni í dag (Umfjöllun)

Snæfellingar voru ljónin í Ljónagryfjunni í dag (Umfjöllun)

20:44

{mosimage}

Í beinni á Stöð2sport var stórleikur 4. og 5. sætis liðanna Njarðvíkur og Snæfells í Njarðvík. Eftir hörkuleik þar sem Snæfellingar tóku af skarið í seinni hálfleik og létu aldrei af forystunni og voru hungraðari ljónin í Ljónagryfjunni þennan daginn, sigruðu 71-84 og leiða 0-1.

Dómarar voru Erlingur Snær Erlingsson og Björgvin Rúnarsson.

Leikurinn byrjaði hratt og bæði lið staðráðin í að spila vörn en að sama skapi að setja niður í sókninni. Subasic hjá Snæfell og Damon Bailey heitir fyrstu mínúturnar en svo létu aðrir til sín taka. 1. hlutinn einkenndist af hraða og eilítilli spennu jafnt leikmanna sem áhorfenda og greinilegt að um stórrimmu var að ræða. Eftir 1. fjórðung var staðan 25-26 fyrir gestina í Snæfell og voru þeir Subasic hjá Snæfell með 11 stig og Bailey hjá Njarðvík með 13.

Jafnræði var á milli liða framan af en Snæfellingar settu aðeins í og uppskáru góð fráköst, klárðu sóknir og komust í 26-35 um miðjan 2. hluta. Slobadan Subasic var að spila vel á þessum tíma, skoraði vel sem og Justin átti góða spretti. Njarðvíkingar áttu erfitt með að setja niður úr þröngum skotum og var Bailey sá eini sem setti jafnt og þétt, en mönnum eins og Brenton, Herði Axel og Agli voru mislagðar hendur þrátt fyrir enga óskarsverðlaunavörn Snæfells sem voru samt að taka allmörg stopp á sóknir Njarðvíkinga. Hlynur var ekki burðarás sóknarleiksins en varnarlega gríðarlega sterkur og greinilegt að Njarðvíkingar söknuðu Friðriks Stefánssonar þar sem Jóhann spilaði með fjarkann hans Friðriks á bakinu og átti mikið í baráttu við Hlyn sem skoraði ekki mikið. Staðan 37-44 í leikhlé. Damon Baily hjá Njarðvík yfirburðamaður á vellinum með 21 stig og 9 fráköst en næstir hjá Njarðvík, Brenton og Jóhann voru með 6 stig. Hjá Snæfell Subasic 14 og Justin 10.

{mosimage}

Snæfellingar komu tilbúnir í seinni hlutann og staðan 48-57 en Njarðvíkingar komu til baka og löguðu stöðuna heldur betur í 54-57 með góðum leik Guðmundar Jónssonar, Jóhanns Ólafssonar og hreinlega sterkri vörn Njarðvíkinga þar sem sendingar voru að skila sér illa hjá Snæfelli og vörnin að leka. Guðmundur sem var að stíga upp fékk á sig 4 villuna í lok 3.hluta og var erfitt fyrir hann að athafna sig mikið eftir það. Staðan eftir 3. hluta 54-61 fyrir Snæfell sem leiddi leikinn.

Justin Shouse byrjaði á þrist strax í 4. hluta og Magni fylgdi strax með 2. Það átti greinilega, frá Snæfellingum séð, að berjast fyrir útisigri og þeir komust í 10 stiga forystu snemma 59-69. Lánleysi Brentons í skotum var ótrúlegt þar sem hann skoraði ekki stig í 2., 3. og 4. hluta og var hann einungis með 6 stig.   Njarðvíkingar voru að gefa Snæfellingum opin skot og auðveld fráköst ásamt því að einfaldlega hitta illa. Það má segja að þegar um 2:30 mín voru eftir var stemmingin Snæfellinga og Jón Ólafur kom inn sterkur með tvo þrista sem skaut Snæfelli í 67-80. Njarðvíkingar voru með slaka pressu sem Snæfellingar stóðust vel undir lokin. Áhorfendur týndust af pöllum Njarðvíkur megin en Hólmarar stóðu upp fyrir sínum mönnum sem áttu full auðveldan sigur 71-84 miðað við að koma í Ljónafryfjuna.

{mosimage}

Pressan er komin meira yfir á Njarðvík sem eiga ansi erfiðann leik í Hólminum eftir spjall við Sigurð Þorvaldsson sem sagði: „Baráttusigur hjá okkur og við héldum haus þar sem við spiluðum í okkur gegnum þetta. Við ætlum okkur allavega ekki að koma hingað aftur og förum yfir það sem ekki var í lagi í dag og mætum klárir á mánudaginn heima.”

Damon Bailey 29 stig, 10 fráköst, Jóhann 14 stig og Guðmundur 13 stig, og ljóst að fleiri en þeir þrír verða að stíga fram með betri leik ef þeir ætla sér einhverja hluti í úrslitakeppninni þar sem Brenton 6 stig, 5 frák, var bara ekki á svæðinu sem og Egill, Hörður og Sverrir.

Snæfellingar eru með nettan pálma í höndunum og var Justin Shouse 20 stig, 7 stoðs. sem fyrr driffjöður sinna manna.  Slobodan Subasic 19 stig, 7 fráköst var að spila mjög vel. Magni var sterkur með 13 stig, Hlynur, Siggi, Anders og Jón voru ágætir en oft hafa verið hærri tölur á tölfræði þeirra.

Tölfræði leiksins.

{mosimage}

{mosimage} 

{mosimage} 

{mosimage} 

{mosimage}

Texti: Símon B.Hjaltalín.

Myndir: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -