8:39
{mosimage}
Tindastóll var ekki spáð góðu gengi fyrir mótið en eru búnir að sína að ekki er allt gefið í þessum bolta og frábæru deild. Þeir hafa unnið 3 leiki og ætla sér greinilega ekki að sitja eftir og unna þessari spá. Snæfell eru hins vegar búnir að taka síðustu tvo leiki sína eftir slaka byrjun fyrstu 3 leikina.
Tindastóll reið á vaðið með fyrstu stigunum og ætluðu ekkert gefa heimamönnun neitt nammi í skál. Snæfell setti kol í ofninn og með betri og betri varnarleik en oft áður komust þeir í 14-7. Tindastólsmenn komu í Stykkishólm án Kristins Friðrikssonar sem lá í veikindum samkvæmt heimildum en það virtist ekki koma að sök því Tindastólsmenn börðust fyrir sínu í fyrri hálfleik og héldu í Snæfellinga. Kotila þjálfari var duglegur að rótera og voru menn óþreyttir og spiluðu ágæta vörn og eru greinilega að binda sig saman en eitthvað vantaði uppá því Skagfirðingarnir knáu spiluðu agaðan bolta og líkaði vel að hægja á leiknum. Eftir 1. hluta var staðan 30-22 heimamönnum í vil og hart barist. Serge Poppe hjá Tindastól var kominn með 3 villur eftir 1. hluta en leikurinn var í jafnvægi og nokkuð jafn þó Stólarnir eltu og ætluðu sér meira og staðan 48-44 í hálfleik fyrir Snæfellinga.
3 og 4. leikhluti var algjörlega Snæfellinga og var lambahjörðin í fjárhúsinu óstöðvandi. Eftir 11 stiga kafla Sigga Þorvalds kviknaði í liðinu og menn fengu sjálstraust. Justin Shouse kom ríðandi á brokki í allmörg skipti og Snæfellingar duttu á gríðarlega fínann kafla með góðri vörn og leiftursókn. Tindastólsmenn fóru að hitta illa, taka ótímabær skot og mikið af þristum sem duttu ekki. Þeir misstu líka boltann vegna sendinga og skotklukku. Róteringar hjá Tindastóli voru ekki miklar í seinni hálfleik og var þeirra leikur mest byggður á erlendu leikmönnunum 4 og staðan eftir 3. hluta orðin 18 stig fyrir heimamenn 77-59. 4. hluti var í raun bara Snæfellinga að halda og bæta við og Tindastóls að elta. Geof Kotila hvíldi lykilmenn meira í 4.hluta og voru strákar eins og Gunnlaugur og Árni að stíga fram með miklum ágætum og kom Árni með góða innkomu í vörnina sérstaklega. Batamerki eru greinileg hjá Snæfellingum og áttu Tindastólsmenn erfitt uppdráttar í seinni hálfleik staðan 98-73 þegar Anders Katholm setti þrist á flautu og leikurinn endaði 101-73 fyrir Snæfell heil 28 stig og Nína hljómaði í húsinu.
Tindastóll átti erfiðann heimavöll að sækja og róteringar ekki miklar í liðinu og mest haldið uppi af Samir Shaptahovic (16 stig) Donald Brown (19 stig og 9 frák.) Marcin Konarzewski (14 stig, 10 frák. og 5 stoðs.) en aðrir minna. Oft hefur verið meiri barátta í þeirra liði en ljóst að breiddin stríddi þeim þegar leið á.
Snæfellingar voru í nettu basli í fyrri hálfleik en samt héldu sínum hlut. Í seinni gengu þeir á lagið og skipti barátta og samspil miklu máli. Justin var með 24 stig og setti þær jafnt og þétt allann leikinn og virkaði léttur. Hlynur (14 stig, 13 frák, þar af 6 í sókn og 7 í vörn og var að spila vel í kvöld og rífur strákana áfram með elju og gefur ekkert eftir. Siggi Þorvalds. (16 stig) datt meira í gírinn í seinni hálfleik og skiptir sköpum þegar sleðinn fer að renna. Anders Katholm setti 15 stig en vert er að nefna Árna og Gunnlaug sem eru að koma inn með hjartað á réttum stað.
Símon B. Hjaltalín
Mynd: www.vf.is



