spot_img
HomeFréttirSnæfellingar styrkja sig

Snæfellingar styrkja sig

10:30

{mosimage}

Nikola Dzeverdanovic 

Snæfellingar hafa ráðið til sín tvo erlenda leikmenn fyrir komandi átök. Nýji þjálfari Snæfells, Makedóninn Jordanco Davitkov, hefur fengið með sér samlanda sinn Tome Dislijev sem er 28 ára framherji 205 cm á hæð en sagður 208 á mörgum skrám. Mæling fer fram á næstu Dönskum dögum í Stykkishólmi til að fá þetta staðfest. Hann lék síðasta tímabil með Karpos í Makedóníu og þykir einkar öflugur framherji og kemur til með að halda meðalhæðinni á Snæfellsliðinu í ágætis jafnvægi því Guðni Valentínusson (204) er floginn til Danmerkur.

Einnig hefur franski Serbinn Nikola Dzeverdanovic 26 ára leikstjórnandi 188 cm verið ráðinn og fyllir hann skarð Justin Shouse sem fór í Stjörnuna. Nikola er einnig með fransk vegabréf og hefur leikið með Nancy og St. Etienne í Frakklandi. Á síðasta tímbili lék hann með Proleter Naft í Serbíu og var með meðaltöl 15 stig, 3 stoð og 3 frák.

Snæfellingar hafa verið að skima eftir amerískum leikmanni en samkvæmt spjalli við Sæþór Þorbergsson formann Kkd Snæfells þá eru menn ekkert að flýta sér í þeim efnum og ekkert gefið hvað verður á þeim pólnum. Eins og áður hefur komið fram þá er Árni Ásgeirsson á leiðinni til Reykjavíkur í nám, Guðni Valentínusarson farinn til Danmerkur og svo er spurning hvort Sveinn Davíðsson verði í Borganesi eða Hólminum og er eitthvað óráðið í þeim málum en sami kjarni verður til staðar hjá Snæfelli að öðru leiti eins og staðan er í dag nema þá að það bætist bara við.

Símon B. Hjaltalín

Mynd: www.basketzone.com

 

Fréttir
- Auglýsing -