spot_img
HomeFréttirSnæfell vinnur deildina - Njarðvík beint aftur niður

Snæfell vinnur deildina – Njarðvík beint aftur niður

 

Karfan.is fór í smá leiðangur með að útbúa spá sína fyrir komandi tímabil í Dominos deild kvenna. Meðal þeirra sem fengu atkvæðisrétt voru þeir sem starfa fyrir karfan.is ásamt nokkrum vel völdum málsmetandi aðilum, en deildin rúllar af stað í dag með fjórum leikjum. 

 

Fáum að óvörum eru það meistarar síðustu þriggja ára, Snæfell, sem samkvæmt þessu ættu að tróna á toppi deildarinnar eftir að deildarkeppni lýkur. Í hinum sætunum sem gefa miða inn í úrslitakeppnina eru Skallagrímur, Grindavík og Keflavík. Stjarnan er hinsvegar nánast engu fyrir aftan í fimmta sætinu. Við botn deildarinnar eru nýliðarnir frá Njarðvík langsamlega neðstir, í sjöunda sætinu eru deildarmeistararnir frá því í fyrra, Haukar. Spáin er í heild sinni hér fyrir neðan.

 

Dominos deild kvenna 16/17:

1. Snæfell – 7.79 stig

2. Skallagrímur – 5.31 stig

3. Grindavík – 4.86 stig

4. Keflavík – 4.59 stig

5. Stjarnan – 4.55 stig

6. Valur – 4.38 stig

7. Haukar – 2.97 stig

8. Njarðvík – 1.55 stig

 

 

 

 

 

Eins og kom fram voru það þeir sem að starfa fyrir karfan.is sem að stóðu að þessu vali ásamt eftirfarandi einstaklingum.

Atli Fannar Bjarkarson (ritstjóri Nútímans), Pálmi Þór Sævarsson (fv. þjálfari Skallagríms), Ægir Þór Steinarsson (atvinnumaður á Spáni), Ágúst Björgvinsson (þjálfari karlaliðs Vals), Anna María Sveinsdóttir (fv. leikmaður Keflavíkur), Margrét Ósk Einarsdóttir (leikmaður Fjölnis), Sara Rún Hinriksdóttir (leikmaður Canisius College), Margrét Kara Sturludóttir (landsliðskona), Lovísa Björt Henningsdóttir (leikmaður Marist College), Helga Einarsdóttir (fv. leikmaður KR og Grindavíkur), Heiðrún Kristmundsdóttir (þjálfari KR), Björn Einarsson (Þjálfari), Guðjón Skúlason (fyrrum leikmaður og þjálfari), Guðmundur Ingi Skúlason (Þjálfari)

Fréttir
- Auglýsing -