spot_img
HomeFréttirSnæfell verðskuldað í undanúrslit

Snæfell verðskuldað í undanúrslit

Snæfell komst í gær í undanúrslit Poweradebikarkeppni kvenna með sigri á Val í Vodafonehöllinni. Lokatölur í viðureign liðanna voru 72-86 Hólmurum í vil. Hannes Birgir Hjálmarsson, Torfi Magnússon og Tomasz Kolodziejski mættu í Vodafonehöllina í gær og gerðu leiknum skil í bæði máli og myndum. 
 
Fyrsti leikhluti
Jafnræði var með liðinum í upphafi leiks, Valur leiddi 9-8 en Snæfell tók þá smá rispu og komst í 9-15 þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta og leiddu 11-20 þegar 7 mínútur eru liðnar af leiknum og Valur tekur leikhlé. Valsliðið tekur þá smá kipp og minnkar muninn í 5 stig þegar 9 mínútur eru liðnar en Snæfell skorar síðustu 5 stig leikhlutans og leiðir 17-27 í lok fyrsta leikhluta.
Snæfellsliðið hefur verið baráttuglatt og hafa tekið fjöldan allan að sóknarfráköstum í fyrsta leikhluta,
 
Annar leikhluti
Barátta Snæfellsliðsins er enn áberandi og kostar villuvandræði og þegar 7.30 eru eftir af öðrum leikhluta eru Hildur Sigurðardóttir og Chynna Brown báðar komnar með þrjár villur og staðan 22-33. Þega fimm mínútur eru liðnar af öðrum leikhluta leiðir Snæfell 29-35 og í framhaldi af því fá Brown og Hildur sínar fjórðu villur og Snæfell tekur leikhlé. Halldís Jónsdóttir setur þrist fyrir Val í kjölfarið og munurinn aðeins 3 stig 32-35 þegar 4.30 eru eftir en Hildur Kjartansdóttir skorar 6 stig í röð fyrir Snæfell og Snæfell leiðir í hálfleik 35-46.
Munurinn liggur einna helst í sóknarfráköstum Snæfells og lélegri þriggja stiga nýtingu Valsliðsins en síðustu 6 sóknir liðsins enduðu með þriggja stiga skotum en aðeins eitt ratar ofaní! Snæfell leiðir verðskuldað en villuvandræði lykilmanna gætu skipt sköpum í síðari hálfleik. Snæfell setti í sterka svæðisvörn og Valsliðið fann ekki lausnir á henni.
 
Þriðji leikhluti
Enn lendir leikmaður Snæfells í villuvandræðum Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir fær sína fjórðu villu þegar ein og hálf mínúta er liðin af seinni hálfleik! Valsstelurnar byrja betur og virðast hafa fundið lausn á vörn Snæfells staðan 43-48 þegar 7.30 eru eftir. Valsstelpurnar stíga betur út og sóknarfraköstum Snæfells fækkar því all verulega. Munurinn fer niður í eitt stig þegar rúmar 5 mínútur eru eftir en Snæfell heldur alltaf forystunni, 53-55 þegar 3 mínútur eru eftir og 58-63 í lok leikhlutans. Anna Martin skoraði 15 stig fyrir Val í leikhlutanum en hún hafði ansi hægt um síg í sóknarleiknum í fyrri hálfleik.
 
Fjórði leikhluti
Snæfell skorar fyrstu körfur leikhlutans og eykur forskotið, Ragna Margrét fær fjórðu villuna sína þegar 8 mínútur eru eftir og staðan 58-67, Snæfell heldur áfram að bæta við körfum en Valsstelpum gegnur herfilega að koma knettinum í körfuna og sætta sig við að skjóta langskotum í stað þess að keyra inn í vörn Snæfells sem er með þrjá lykilleikmenn með 4 villur. Snæfell leiðir 63-76 þegar 4 mínútur eru eftir og orðið nokkuð ljóst hvar sigurinn lendir. Snæfellsstelpur spila af skynsemi og innbyrða öruggan sigur 72-85.
 
Snæfellsliðið vann verðskuldaðan sigur með Hildi Sigurðar sem besta mann en hún stjórnaði leik liðsins eins og herforingi, Brown átti flottan leik og virtist hitta í hverju einasta skoti. Barátta liðsins er til fyrirmyndar og sést hún ekki síst í því að liðið tekur 24 sóknarfráköst (!) í leiknum og alls 54 fráköst á móti 36 fráköstum Vals. Valsliðið náði ekki að finna lausnir á móti báráttu og vörn Snæfells að þessu sinni. Hallveig Jónsdóttir og Anna Martin voru atkvæðamestar Vals en Martin vaknaði heldur betur til lífsins í síðari hálfleik en það dugði ekki til.
 
 
 
Hannes Birgir Hjálmarsson / Vodafonehöllin að Hlíðarenda
 
Fréttir
- Auglýsing -