21:20
{mosimage}
Vesturlandsslagurinn seinni var háður í Fjárhúsinu Stykkishólmi. Þar tóku Snæfellingar á móti Skallagrím og grimmt barist að víkinga sið. Skallagrímur unnu síðasta leik á mmóti Breiðablik og náðu sínu fyrstu stigum og fengu smá bragð í munninn. Snæfellingar aftur á móti í 4. sæti deildarinnar og stefna grimmt á að eigna sér í það minnsta það sæti. Dómarar komnir að sunnan voru sjóararnir síkátu Jóhann Guðmundsson og Davíð Hreiðarsson.
Andleysi hrjáði liðin fyrst um sinn á meðan var verið að hrista af sér sperringinn. Jafnt var á með liðunum og voru menn að gera mistök á báða bóga þó Snæfell væri körfunni á undan. Skallagrímur hafa fengið smjörþefinn af sjálfstrausti og þurfti varla að berja í menn baráttu á móti Snæfelli. Þegar staðan var 13-11 fóru Snæfellingar að hressast betur og varnarleikurinn betri og komust í 20-11. Skallagrímsmenn hittu illa og fóru oft illa að ráði sínu. Snæfell leiddi með 10 stigum eftir fyrsta fjórðung 24-14.
Liðin voru ekkert í alltof miklum nágrannaslag að manni fannst yfir fyrri hluta leiksins. Snæfell leiddi yfir annan hlutann og Skallagrímur hélt í en voru ekkert að ógna með neinu stoppi og liðin að skora til skiptis. Lítið gekk á og leikurinn prúðmannlega leikinn í öðrum hluta og engin stórtilþrif áttu sér stað. Snæfell leiddi inn í hálfleikinn 43-34 og voru ekkert að stinga af. Hjá Snæfell var Subasic með 12 stig og Siggi 8 stig. Hlynur 8 stig, 9 frák og 4 stoðs. Hjá Skallagrím var Quick með 13 stig og Sigurður 7 stig. Igor var með 6 frák.
Snæfell komu með gríðar látum og Siggi Þorvalds setti 5 stig strax og svo eftir smá tíma kom Atli Rafn Hreinsson með sinn 7 stiga kafla sem hann kláraði á stolnum með troðslu og Snæfell í allt með 17-3 kafla strax í fyrri hluta þriðja fjórðungs og staðan 60-37 þegar Skallagrimur tók leikhlé til að átta sig á árekstrinum. Trausti Eiríksson fékk að líta óíþróttamannslega villu og setti Nonni Mæju bæði niður. Hlynur var að éta fráköstin í morgunmat í sókninni og var kominn með 8 slík á móti 6 varnar og lítið sem Skallagrímsmenn gátu stillt af vörnina. Auk þess sem villusöfnun gestanna var meiri og var undir lok þriðja hluta 8/18 fyrir Skallagrím. Yfirburðir Snæfells í þriðja hluta lögðu grundvöllinn að góðri forystu og áttu Skallagrímsmenn erfitt með að eyða púðri í að elta og það líka eftir að Gunnlaugur setti flautuþrist og staðan eftir þriðja hluta 80-52 fyrir heimamenn.
Leikurinn leystist upp í frekar óspennandi leik eftir sprett Snæfells og eftir að vera komnir 40 stigum yfir og 4 mínútur eftir fengu þeir sem oft fá færri mínútur að spila hjá báðum liðum. Þeir strákar stóðu sig allir vel og greinilega allir til í að sanna sig fyrir fleiri mínútur framtíðinni. Snæfell hélt unnum leik og sigraði
Hjá Snæfell var Siggi Þorvalds með 20 stig, 5 frák og 5 stoðs. Atli með 17 stig og kom sterkur í seinni hlutann. Subasic með 17 stig og 7 frák. Hlynur var með 14stig, 15 fráköst og 6 stoðs. Egill kom sterkur í 4. hluta og var með 11 stig einsog Gunnlaugur sem átti góðann leik með 11 stig. Hjá Skallagrím var Quick með 20 stig, 6 frák og 7 stoðs. Svenni Davíðs með 12 stig. Sigurður Þórarins var sprækur með 11 stig. Igor fann sig lítið og var með 3 stig en tók 7 fráköst.
Símon B. Hjaltalín
Myndir: Eyþór Benediktsson
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



