spot_img
HomeFréttirSnæfell vann Vesturlandið (Umfjöllun)

Snæfell vann Vesturlandið (Umfjöllun)

23:58
{mosimage}

(Hlynur í frákastabaráttunni… og hvað annað er nýtt?)

Alíslenskur Vesturlandsslagur var háður í Fjósinu í Borganesi í kvöld þar sem Skallagrímur tók á móti Snæfelli sem sigraði 94-62. Bæði lið töpuðu í fyrstu umferð og var mikið í mun að næla sér í fyrstu stigin og þjappa sér saman. Dómarar kvöldsins voru hinir síungu Kristinn Óskarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson.

Skallgrímsmenn voru sprækari fyrstu mínúturnar og áttu Snæfellingar erfitt með Finn Jónsson sem var kominn aftur og spilaði sig lausann hvað eftir annað. Skallagrímsmenn voru einnig grimmari í vörninni og gengu kerfi Snæfellinga illa upp með þvinguð skot. Eftir smá samtal við Hrein Þorkelsson og Helga Reyni á bekknum komust Snæfellsmenn yfir og settu Siggi og Hlynur góða þrista. Leikhlutinn var annars að jafnast út undir lokin og staðan var 18-20 fyrir Snæfellinga.

Snæfellingar fundu taktinn þegar þeir tóku 20-0 kafla og má eiginlega segja að Jón Ólafur hafi fundið hann fyrir þá því þrír þristar frá honum og 5 stig frá Sigga fyrstu mínútur í 2. hluta kveiktu í Snæfelli sem komust í 40-18 og voru Skallagrímsmenn að missa boltann mjög klaufalega og hittu ekki neitt. Þeir skiptu yfir í 2-3 svæði sem virtist ganga betur en munurinn orðinn 20 stig og ekkert gekk í sókninni. Snæfellingar réðu hreinlega þessum hluta og komu fyrstu stig Skallagríms þegar 57 sekúndur voru eftir. Snæfell leiddi í leikhlé 43-23 eftir ótrúlegan leikhluta sem þeir unnu 23-5.

Hjá Snæfelli var Nonni stigahæstur með 13 stig, Siggi með 12 og svo Hlynur með 7 fráköst.

Hjá Skallgrím var Finnur með 9 stig og var heitur í 1. hluta, Þorsteinn 9 stig og Pálmi hirti 5 fráköst.

{mosimage}

Siggi Þorvalds hóf skothríðina á ný með fyrstu þremur stigunum og voru Snæfellingar á því að halda uppteknum hætti þegar þeir stálu strax boltanum og Nonni setti líka þrist. Þarna voru Snæfellingar að nálgast stigafjöldann úr sínum síðasta leik sem voru 55 og greinilega vel farið yfir hlutina frá síðasta leik. Sigurður Þorvaldsson setti þrist rétt áður en Skallagrímsmenn tóku leikhlé og fóru yfir sín atriði því fátt virtist ganga upp og voru þeir að missa boltann í pressu og þess háttar. Þeir fóru svo aftur í 2-3 svæðisvörn til að fá skotin fyrir utan. Það var sama hvað menn gerðu Snæfellingar klárðuðu sitt með Nonna og Sigga fremsta í skori og voru Skallagrímsmenn búnir að skora 4 stig þegar mínúta var eftir af 3. hluta á móti 23 stigum Snæfells sem leiddi svo 68-31 fyrir lokahlutann og annar hlutinn sem Skallagrímur skoraði ekki yfir 10 stig í.

Snæfellingar rufu 40 stiga muninn í byrjun 4 hluta. Fyrrum Snæfellsmaðurinn Sveinn Davíðsson sá til þess að Skallgrímur færu yfir 40 stigin með 2 þristum í röð og var sprækur í 4. hluta. Það er fátt að segja um fjórða leikhlutann annað en að allir fengu að spila í liðunum og stóðu ungu strákarnir sig fanta vel en leikurinn í raun búinn þegar 4. hluti byrjaði. Skallagrímsmenn voru Snæfellingum auðveld bráð sem klóruðu í bakkan með ungu strákana og unnu 4.hluta 26-31 en það var ekkert sem stoppaði þennan sigur Snæfellinga og leikurinn endaði 94-62.

Hjá Skallagrím var Þorsteinn með 15 stig, Svenni Davíðs með 11 og Finnur 10. Pálmi tók 9 fráköst.

Hjá Snæfelli voru atkvæðamestir Siggi Þorvalds með 28 stig og 6 frák. og Nonni með 27 stig  og 5 frák. Hlynur var með 6 stig, 13 fráköst. Atli Rafn var með 11 stig  og Daníel 8 stig.

Texti: Símon B. Hjaltalín
Myndir: Sigga Leifs

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -