spot_img
HomeFréttirSnæfell vann Grindavík og er komið í 2-0

Snæfell vann Grindavík og er komið í 2-0

20:47

{mosimage}

Snæfell er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn Grindavík eftir sigur á heimavelli í kvöld, 79-71. Gestirnir byrjuðu betur í leiknum og leiddu í hálfleik 37-35 en heimamenn snéru blaðinu við í seinni hálfleik.

Hlynur Bæringsson lék eins og sannur forystusauður í Fjárhúsinu og skoraði 20 stig, tók 21 fráköst og varði 7 skot. Adama Darboe var stigahæstur gestanna með 16 stig.

Þriðji leikur liðanna verður leikinn í Grindavík á laugardag klukkan 16.

Meira síðar.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -