09:55
{mosimage}
(Hamagangur í Grindavíkurteignum)
Nýliðar Snæfells unnu í gærkvöldi sinn annan deildarsigur gegn Grindavík í Iceland Express deild kvenna en lokatölur í Röstinni voru 68-81 Snæfell í vil. Þá var þetta í fyrsta sinn sem Snæfellingar vinna tvo leiki í röð í efstu deild kvenna en þær lögðu Fjölni í síðustu umferð. Bæði Grindavík og Snæfell munu nú leika í B-riðli deildarinnar. Aðeins tvö lið í B-riðli munu komast í úrslitakeppnina en öll fjögur liðin í A-riðli leika í úrslitakeppninni og þau tvö efstu munu sitja hjá í fyrstu umferð.
Gestirnir komu grimmir til leiks í Röstinni í gær og voru ákveðnar í sókninni og leiddu 18-22 að loknum fyrsta leikhluta. Jafnt og þétt tókst Snæfellingum að auka muninn í 2. leikhluta og um miðbik leikhlutans komast Snæfells stelpur allt að 14 stigum yfir. Grindvíkingar áttu fína rispu undir lok fyrri hálfleiks en staðan í leikhléi var 33-41 Snæfell í vil.
Helga Hallgrímsdóttir var með 14 stig fyrir Grindavík í hálfleik og Kristen Green með 12 og Gunnhildur Gunnarsdóttir með 11 í liði Snæfells.
{mosimage}
Í upphafi síðari hálfleiks virtust Grindvíkingar ætla að smokra sér upp að hlið Snæfells en gestirnir færðust hægt og bítandi fram úr Grindavík og leiddu 50-62 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.
Grindavík náði ekki að saxa á forskot gesta sinna í fjórða leikhluta og því fóru Snæfellingar með góðan 68-81 sigur af hólmi í Röstinni. Helga Hallgrímsdóttir var atkvæðamest í liði Grindavíkur með 18 stig en þær Íris Sverrisdóttir og Jovana Lilja Stefánsdóttir voru báðar með 13 stig fyrir Grindavík. Hjá Snæfell var Kristen Green með 23 stig og Gunnhildur Gunnarsdóttir með 20 stig.
Texti: Alma Rut Garðarsdóttir
Myndir: Þorsteinn Gunnar Kristjánsson – www.saltytour.com
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



