spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaSnæfell tyllti sér á toppinn

Snæfell tyllti sér á toppinn

Snæfell og Hamar/Þór mættust í Stykkishólmi í kvöld í 1. deild kvenna. Liðin á svipuðu róli fyrir leikinn og því var búist við hörku leik.

Gangur leiksins

Hamar/Þór byrjaði leikinn vel og áttu góðan kafla sóknarlega í fyrsta leikhluta, heimakonur þó aldrei langt á eftir. Um miðjan fjórðung tók Snæfell svo forystuna undir stjórn Mineu, Rebekku og Cheah.

Næstu tveir fjórðungar voru lítið fyrir augað og þá helst vegna þess að liðin áttu erfitt með að finna leið að körfunni, þegar það tókst þá geiguðu skotin. Bæði lið skoruðu meira í fyrsta leikhluta en í tveimur næstu. Lítið meira um það að segja en að heimakonur voru komnar í 10 stiga forystu fyrir loka leikhlutann. Þær héldu velli út leikinn og skiluðu góðum sigri 63 – 54.

Leikurinn

Eins og sagði áðan þá reyndist leikurinn nokkuð þungur en það þarf að vinna þá leiki. Snæfell gerði vel að vinna leikinn þrátt fyrir að eiga slappan dag. Hamar/Þór fær hrós fyrir góða vörn og skipulag og Snæfell fyrir að klára leikinn. Heimakonur vita að sigurinn er mikilvægur þó svo að leikurinn hafi ekki verið 100%, það er nægur tími fyrir bætingar.

Sigur

Það þarf hins vegar að draga það fram að Snæfell vann vegna þess að gæðin eru meiri innan þeirra raða, þó svo að lykilkonur hafi ekki komist í mikinn takt við leikinn þá áttu heimakonur kafla sem urðu til þess að þær sigu fram úr spræku liði Hamars/Þórs. Hamar/Þór eiga án efa eftir að stríða liðum um allt land. Snæfellskonur fara líklega sáttar og þreyttar á koddan í kvöld með 2 stig inn í nóttina.

Smá tölfræði

  • Cheah, bandarískur leikmaður Snæfells, var enn og aftur með trölla tvennu 25 stig og 23 fráköst, hún bætti einnig við 7 stoðsendingum.
  • Snæfell tóku samtals 54 fráköst þar af 23 í sókn ó móti 33 heildarfráköstum Hamars/Þórs.
  • Hamar/Þór hittu 37% í leiknum en Snæfell 30%
  • Liðin hittu samtals úr 6 3ja af 45 skotum (13,3%)

Úrslit kvöldsins

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -