spot_img
HomeBikarkeppniSnæfell tryggði sér farmiða í Laugardalshöllina með sigri gegn Fjölni

Snæfell tryggði sér farmiða í Laugardalshöllina með sigri gegn Fjölni

Fyrstu deildar lið Snæfells kom á óvart í dag og sló út Subway deildar lið Fjölnis í 8 liða úrslitum VÍS bikarkeppni kvenna, 77-92.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var sigur Snæfells að lokum nokkuð öruggur, en þær leiddu nánast allan leikinn. Fjölnir var þó aldrei neitt sérstaklega langt undan og gerði Snæfell virkilega vel að loka þessu í lokafjórðungnum.

Atkvæðamest fyrir Snæfell í leiknum var Cheah Emountainspring Rael Whitsitt með 28 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar.

Fyrir Fjölni var það Taylor Jones sem dró vagninn með 31 stigi, 9 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Snæfell hefur því annað árið í röð tryggt sér sæti í fjögurra liða úrslitum VÍS bikarkeppninnar, en þau verða leikin í bikarvikunni á nýju ári.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -