21:14:29
{mosimage}
Bæði lið töpuðu í síðustu umferð, Stjarnan fyrir Breiðablik og Snæfell fyrir Grindavík. Þetta var síðasti heimaleikur Snæfells í ár og hefur koma Justin Shouse vakið eftirvæntingu hjá Hólmurum. Dómararnir léttir á fæti voru þeir Sigmundur Már Herbertsson og Einar Þór Skarphéðinsson.
Justin átti fyrstu stigin og keyrðu Stjörnumenn á Snæfellinga og komust í 7-0 á meðan heimamenn náðu áttum. Snæfellingar réttu sig við og komu ákveðnari inn í leikinn og komust svo yfir 10-9. Jafnræði var með liðunum þó Stjörnumenn leiddu skrefi á undan. Kjartan var heitur og setti þrjá þrista sem fleytti þeim áfram á góðum augnablikum en Snæfellsmenn hengu rétt á hæla þeirra og var staðan 22-24 fyrir Stjörnunni eftir fyrsta hluta.
Liðin voru hnífjöfn og duttu þristarnir hjá liðunum til skiptis þar sem Siggi Þorvalds fór fyrir Snæfelli og Kjartan og Justin settu þá fyrir Stjörnuna. Liðin skiptust á að leiða með 1-2 stigum framan af öðrum hluta þangað til Snæfellingar settu í annann gír og spiluðu hörku 3-2 vörn sem skilaði þeim góðum stoppum og svo kláruðu þeir sóknir sínar vel á meðan Stjarnan var að streðast við. Þetta skilaði Snæfelli 11 stiga forystu í hálfleik 53-42.
Hjá Snæfelli voru Siggi með 15 stig, Subasic 12 stig og 5 frák. Nonni 11 stig og 4 frák. Hlynur með 7 stig, 4 frák, 5 stoð. Hjá Stjörnunni voru Kjartan með 12 stig. Justin 11 stig, 8 frák, 6 stoð og Fannar með 10 stig.
Stjörnumenn komu ákveðnari í leikinn strax í byrjun þriðja leikhluta en leikurinn var jafn og skemmtilegur og Snæfellsmenn létu ekki keyra á sig og héldu sinni 15 stiga forystu. Jón Ólafur fékk sína 4. villu undir miðjan hlutann og var kominn á tréverkið. Leikhlutinn spilaðist jafnt og voru liðin svo til að skiptast á að skora og gengu skiptingar í vörn Stjörnunar lítið upp. Justin var drjúgur fyrir Stjörnuna og kunni á hverja fjöl í Fjárhúsinu. Hann aftraði þó ekki Snæfellsmönnum að leiða eftir þriðja hluta 72-56.
Mikil miðherjaást var á milli Fannars og Hlyns sem tókust vel á og stundum heldur betur en oft áður en allt innan siðsamlegra marka þó. Snæfellsmenn voru þó heldur að bæta aðeins við en að gefa eftir í byrjun fjórða hluta. Snæfellsmenn fengu svo á sig 3 tapaða bolta úr jafnmörgum innköstum við endalínu og settu Stjörnumenn 10 stig í andlitið á þeim með pressu og staðan breyttist í 78-71. Eftir skraf og ráðagerðir leystu Snæfellsmenn pressuna og Stjörnumenn söfnuðu villum. En þvílíkur kafli hjá Stjörnunni að komast úr 17 stiga í 7 stiga mun. Allt annar leikur var kominn í húsið og þegar mínúta var eftir var staðan 80-75 fyrir Snæfell og Subasic setti þá þrjú af vítalínunni og gaf Snæfelli betri von eftir hörmuleg mistök fyrr í hlutanum. Justin setti þrist þegar 40 sek lifðu og braut svo á Hlyn sem setti sín víti niður en Justin svaraði með tveimur til og Jón fór á línuna fyrir Snæfell. Snæfell settu 8 víti niður lokamínútuna sem bjargaði sigri 87-83 eftir að Jovan setti 3 víti fyrir Stjörnuna í lokin.
Hjá Snæfelli var Subasic kominn í gang og setti 26 stig og tók 6 fráköst og 8 stoðs. Siggi Þorvalds var sem fyrr atkvæðamikill með 20 stig sem og Jón Ólafur var með 17 stig og 7 frák. Hlynur var með 13 stig, 9 frák og 7 stoð. Hjá Stjörnunni var Justin sterkur og fann sig vel í Hólminum með 29 stig, 9 fráköst og 7 stoðs. Fannar með 16 stig og 8 frák. Kjartan og Jovan með 14 stig hvor.
Tölfræði leiksins
Símon B. Hjaltalín
Mynd: [email protected]



