21:06
{mosimage}
Breiðablik fór í heimsókn í Stykkishólm þar sem heimamenn í Snæfelli biðu í ofvæni. Snæfell hafði komið sér fyrir í 3ja sæti deildarinnar eftir góðann sigur á Keflavík í síðustu umferð og Breiðablik gerði góða ferð í Seljaskóla skellti ÍR. Fyrri leikur liðanna fór 79-74 fyrir Snæfell í Kópavogi. Dómarar voru þeir vígreifu en jafnframt jafnaðargeðgóðu Kristinn Óskarsson og Jóhann Guðmundsson.
Jafnt var á með liðunum fyrstu mínúturnar og virtust Blikar vera staðráðnir í stífri og góðri vörn og Snæfellingar staðir í sóknum sínum en það var ekki lengi að breytast þegar Snæfell fundu sambataktin sem var ennþá í mönnum eftir þorrablót ársins. Snæfellingar settu hreinlega í annan gír og óðu yfir Breiðablik með 12-0 kafla í stöðunni 16-6 þegar Einar Árni tók tíma í tiltal. Ekki gekk það mikið upp því fyrr en varði voru Snæfellingar að skokka um í sónkninni við lítið áreiti Blika og leiddu leikinn 31-11 eftir fyrsta hluta og margt þurfti að fara að gerast hjá Kópavogsliðinu ef ekki átti illa að fara.
Breiðabliksmenn voru alveg heillum horfnir og greinilega ekki tilbúnir í þennann leik og skoruðu sín fyrstu tvö stig í öðrum hluta eftir 4 mínútur eftir að Snæfellingar höfðu skorað 8 fyrstu stigin með 2 troðslum og auðveldum lay-up. Breiðablik fengu varla frákast til að malda í móinn með og Snæfellingar voru komnir í 30 stiga mun 48-17. Það var ekki hægt að taka einhverja menn út í Snæfell sem aðaldriffjaðrir en liðsheildin kom vel út og leiddu þeir 54-27 í hálfleik.
Í hálfleik var hjá Snæfelli Nonni (nýklippti) kominn með 14 stig, Hlynur með 10 stig og 5 fráköst. Wagner 8 stig. En hjá Breiðablik var Sovic með 9 stig. Þorsteinn með 6 stig. Blikar höfðu tekið 7 fráköst ámóti 19 Snæfells og stoðsendingar voru 16 Snæfells móti 4 hjá Blikum.
Breiðablik hresstist aðeins í byrjun þriðja hluta og voru ferskari í leik sínum. Snæfellingar voru svo sem ekkert að stressa sig á því og voru fljótir að snúa við blaðinu og mikill munur fyrir Blika að elta tók orku. Wagner átti sína þriðju og fjórðu troðslu í röð og var með tilþrif í leiknum líkt og Hlynur sem hafði troðið einni. Snæfell átti gott áhlaup sem gaf þeim 36 stiga forystu fyrir lokahlutann 85-49.
Byrjunarlið Snæfells var komið á bekkinn eftir fáar mínútur í fjórða hluta og voru að halda forystunni og jafnt var skorað. Blikar hafa séð betri daga og hafa væntalega ætlað sér stærri hluti en sóttu aðeins á í síðasta fjórðung sem kom varla að sök þar sem yfirburðir og forysta Snæfells var það mikil að leikurinn var unnin áður en flautað var í lokahlutann. Ljósið í myrkrinu hjá Blikum var að þeir unnu fjórða hluta og ekki fleiri orð um það að segja. Snæfell sigraði svo mjög örugglega.
Hjá Snæfelli var Nonni stigahæstur með 21 stig en næstir voru Wagner og Hlynur með 16 stig hvor. Hjá Breiðablik var Emil með 24 stig, Þorsteinn 18 stig og Sovic 15 stig.
Símon B. Hjaltalín.
Mynd: [email protected]



