spot_img
HomeFréttirSnæfell styrkti stöðuna í botnbáráttunni

Snæfell styrkti stöðuna í botnbáráttunni

Valsstúlkur komu í Stykkishólm og mættu Snæfelli þar sem sannkölluð botnbarátta var háð. Valur var í neðsta sæti Iceland Express deildar kvenna með 4 stig og þurftu nauðsynlega á stigi að halda líkt og Snæfell sem er í næst neðasta með 6 stig og færu langt á sigri í Hólminum með að halda sæti sínu og eiga jafnvel séns í úrslitin ef allt fer að óskum.
Snæfell var mun hressara liðið í fyrsta hluta og voru komnar í 10-0 þegar rúmmar 6 mínútur voru liðnar af leiknum og Valur náði loksins að skora. Ekki var fyrir hittninni að fara svo í byrjun en Snæfell leiddi 16-8 eftir fyrsta hluta.
 
Snæfell komst í 21-8 og var Sherell Hobbs búin að setja þriðja þristinn niður og liðið að hitna. Valur hafði lítið erindi sem erfiði í sóknum sínum og var nýting þeirra slök þar sem frí skot undir voru ekki einu sinni að detta. Um miðjann annann hluta var Snæfell komið 11-2 og voru á góðu skriði í vörn og sókn. Dranadia var búin að skora 2 stig og stoppuðu Snæfellsstúlkur flest sem hún reyndi. Valur kom með meiri baráttu síðustu mínútu fyrri hálfleiks og læddust aðeins nær þó spölur væri í Snæfell í hálfleik en heimastúlkur leiddu 33-18.
 
Hjá Snæfelli var Sherell Hobbs öflug komin með 17 stig og Gunnhildur Gunnars 11 stig. Hjá Valsstúlkum var Hrund algjörlega að draga vagninn og var komin með 14 stig af 18 stigum en Dranadia Roc var búin að setja hin 4 stigin.
 
Snæfell komst í 20 stiga mun 46-26 og voru að ná með góðri vörn að stela boltum, komast inní sendingar og loka á þær. Staðan var 53-34 eftir þriðja hluta og hertist róðurinn fyrir Val. Sherell Hobbs hélt stigaskorunn sinni áfram líkt og Gunnhildur sem ráku sitt lið áfram í baráttunni.
 
Í upphafi fjórða hluta áttuðu Valur sig á að þær yrðu að koma til baka með grimmd sem þær gerðu og áttu 10-2 áhlaup og löguðu stöðuna í 12 stig 58-46. Dranadia Roc vaknaði hjá Val og var að stýra sínu liði vel á þessum kafla. Snæfell hélt haus og komust Valur lítið nær en 62-52 þrátt fyrir hörkubaráttu sem kom of seint en Gunnhildur gerði þá 5 stig sem gaf Val litla von. Svo fór að Snæfell náði langþráðum og mikilvægum stigum í hús og sigruðu 68-58.
 
Hjá Snæfelli var Sherell Hobbs með 29 stig og Gunnhildur Gunnars 21 stig og 9 fráköst og voru öflugar í sínu liði ásamt góðri liðsheild. Hjá Val var Hrund Jóhannesdóttir best með 20 stig og 11 fráköst. Dranadia Roc var með 23 stig og kom til í seinni hlutanum.
 
 
Texti: Símon B. Hjaltalín
Fréttir
- Auglýsing -