spot_img
HomeFréttirSnæfell sterkari í blálokin

Snæfell sterkari í blálokin

Snæfell hélt út í Vodafonehöllinni í kvöld þegar Hólmarar unnu 86-89 útisigur á Val. Hannes Birgir Hjálmarsson fylgdist grannt með gangi mála og Axel Finnur mætti vopnaður myndavélinni. 
 
Fyrsti leikhluti
Valur kemst í 4-0 en Snæfell svarar og komast í 4-13 eftir tvo þrista í röð og 3 mínútur liðnar af leiknum og Valur tekur leikhlé. Ekkert gengur hjá Valsmönnum að finna gloppur á vörn Snæfells og þriggja stiga skot liðsins rata ekki rétta leið, staðan 4-15 þegar fyrsti leikhluti er hálfnaður. Snæfell tekur leikhlé þegar 3.16 lifa af leikhlutanum og staðan 7-17! Ekkert virðist ganga upp í sóknarleik Valsliðsins og Snæfell leiðir það sem eftir lifir fyrsta fjórðungi og forysta þeirra er 15 stig 9-24.
Afskaplega lítil barátta er í leiknum og samtals aðeins 6 villur dæmdar í leikhlutanum!
 
Annar leikhluti
Leikurinn heldur svipað áfram Snæfell heldur forystunni og nær mest 17 stiga forskoti 11-28 eftir tvær mínútur. Þá er eins og Valsmenn vakni aðeins til lífsins og þeir ná muninum í 10 stig 23-33 þegar 4:20 eru liðnar af öðrum leikhluta. Þessi munur helst síðan til hálfleiks en Snæfell leiðir 33-45. Lítil stemmning er yfir liðunum – svolítið eins og að menn séu að spila leikinn af því að það þurfi að spila hann en ekki til að vinna, t.d. eru Valsmenn aðeins búnir að fá dæmdar á sig 4 villur í fyrri hálfleik! Snæfell er með flotta nýtingu í tveggja stiga skotum í fyrri hálfleik 69.2% en Valsmenn aðeins 38.7%. Þriggja stiga nýting liðanna er aftur á móti hræðileg 4/15 hjá snæfelli og 2/15 hjá Val.
 
Þriðji leikhluti.
Liðin skiptast á körfum í upphafi þriðja en Snæfell nær 14 stiga forskoti fljótlega 37-51 þegar 7.30 eru eftir en Valsmenn ná að minnka muninn í 8 stig með tveimur þristum 43-51 og ná góðum kafla í kjölfarið og munurinn fer niður í 4 stig 47-51um miðjan fjórðunginn. Munurinn helst í fjórum stigum þangað til 3 mínútur eru eftir en þá setur Snæfell í smá pressuvörn og auka forystuna í 12 stig í lok þriðja 57-69 og allt stefnir í nokkuð auðveldan sigur Snæfells.
 
Fjórði leikhluti.
Lokaleikhlutinn hófst sérkennilega Valsmenn voru nánast í sókn fyrstu mínútuna en tvær tæknivillur voru dæmdar á Snæfellsliðið auk villna og Valsmenn voru á vítalínunni og skoruðu 8 stig á 35 sekúndna kafla og byrja fjórða leikhluta 10-1 og staðan orðin 67-70 eftir 1.30! Leikurinn var síðan í járnum allan fjórða leikhluta Valsmenn minnkuðu muninn í 2 stig 83-85 þegar 3.20 og 85-87 þegar 2 mínútur voru eftir lifðu leiks en Snæfell tókst alltaf að skora á krítískum augnablikum. Snæfell reyndist sterkari á lokasprettinum en Valsmenn klúðruðu síðustu tækifærunum í leiknum til að ná sigri og Snæfell bar sigur úr býtum 86-89.
 
Chris Woods átti flottan leik skoraði 36 stig og tók 9 fráköst Rúnar Ingi Erlingsson kom næstur með 18 stig og 5 fráköst, Birgir Björn Pétursson skoraði 12 og tók 9 fráköst. Vítanýting Valsmann var afleit eða 64,7% og ekki mikið skárri hjá Snæfelli eða 66.7%! Travis Cohn lll bar af í Snæfells liðinu með 31 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson setti 17 stig og tók 10 fráköst og Sigurður Á. Þorvaldsson var með 13 stig og 5 fráköst.
 
 
Umfjöllun – Hannes Birgir Hjálmarsson
 
Fréttir
- Auglýsing -