spot_img
HomeFréttirSnæfell sigraði Njarðvík eftir göngubolta (Umfjöllun)

Snæfell sigraði Njarðvík eftir göngubolta (Umfjöllun)

21:05

{mosimage}

Snæfell tók á móti Njarðvík í síðustu umferð Iceland Express deildarinnar í Stykkishólmi. Fyrir leikinn voru Njarðvík í 5.sæti og geta með sigri komist í 4. sætið en bara ef Keflavíkingar tapa síðasta leik sínum og svo mætast þessi nágrannalið í fyrstu umferð úrslitakeppninar. Snæfellingar eru aftur á móti með tryggt þriðja sætið fyrir síðustu umferðina og voru það annað hvort ÍR eða Stjarnan, sem berjast um sjötta sætið sem, mæta Snæfelli í fyrstu umferðinni úrslitakeppninar.

Það fór svo í kvöld að Njarðvík endaði í fimmta sæti eftir tap gagn Snæfelli 96-80 og eiga þar Keflvíkingar heimaleikjarétt. Snæfellingar mæta aftur á móti Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppninar þar sem ÍR tapaði fyrir Grindavík og Stjarnan vann FSu.

Leikurinn fór svo sem ekkert með neinum látum af stað og liðin að hrista af sér kuldasperringinn. Jafnt var á með liðunum í fyrsta hluta en Njarðvíkingar voru öllu sprækari þó Snæfell héldi sér inní leiknum einhverja hluta vegna. Snæfellingar náðu þó að vera yfir á köflum í hlutanum en Njarðvík átti þarna flest fráköst með Friðrik fremstann í flokki og voru skrefinu á undan undir lokin þegar Magni jafnaði 19-19 sem voru lokatölur úr fyrsta fjórðung.

Leikurinn var að hressast og setti Daníel Kazmi fyrstu þrjú fyrir Snæfell en Elías Kristjánsson svaraði að bragði fyrir Njarðvík. Vörn Snæfells hresstist lítillega sem skóp sex stiga áhlaup þeirra með góðum þrist frá Magna og Snæfell komst í 35-28. Magnús Gunnarsson átti flottann þrist og tvö að auki sem kom Njarðvík nær 35-33 og virtust ekki ætla að gefa neitt frítt í Hólminum. Snæfell átti þó hressandi og ekki síður andargiftargleðjandi kafla sem gaf þeim forystu í hálfleik 41-35.

Hjá Snæfelli kom Magni sterkur inn og var kominn með 13 stig. Hlynur 6 stig og 7 fráköst. Hjá gestunum grænu úr Njarðvík voru Magnús og Fuad Memcic konir með 9 stig hvor og Friðrik Stefáns 7 stig og 8 fráköst.  

Magni var gríðarlega hress fyrir Snæfellinga sem komust í 53-42 og voru Snæfellingar að leysa svæðisvörn Njarðvíkur vel. Njarðvíkingar bitu þó í skjaldarendur og hífðu sig upp með glæsiþristum tveimur frá Loga, einum frá Memcic og einum frá Sitton. Sitton hafði verið að drífa þá áfram og náðu þeir svaklegum 14-0 kafla og komust í 55-60 og Snæfellingar frusu. Wagner tók sig þá til og lappaði upp á liðið, spilaði uppi menn og skoraði, sem gaf þeim forystu 64-62 fyrir lokahlutann.

Snæfell byrjaði vel fjórða hlutann, Daníel setti hlutann með glæsiþrist úr horninu. Leikur Snæfells varð betri og eftir þrjú frá Magna sem var heitur í leiknum og komust Sæfellingar 73-64. Logi var logandi heitur og reyndi að svara áhlaupi Snæfells en Sævar Sævarsson fékk á sig óíþróttamannslega villu sem Hlynur skoraði úr. Stór skot hjá Loga og Magnúsi voru ekki að detta og fengu Snæfellingar að halda sig um 10-12 stigum á undan. Leikurinn var hálf þreytulegur eins og menn væru að klára þetta til að komast í úrslitakeppnina. Lítið gekk hjá Njarðvík undir lokin og sigruðu Snæfellingar með Wagner í fararbroddi 96-80.

Hjá Snæfelli var Magni stigahæstur með 23 stig og Wagner 18 stig. Subasic var með 14 stig og Jón Ólafur 12. Íþróttamaður Snæfells, Hlynur Bærings var svo með 10 stig og 12 fráköst. Hjá Njarðvík var Memcic heitur undir og setti 20 stig. Sitton var sterkur á köflum og var með 19 stig. Logi setti 14 stig og Friðrik var með 11 stig og 11 fráköst.

Tölfæði leiksins

Símon B. Hjaltalín.

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -