spot_img
HomeFréttirSnæfell sigraði Fjölni í lokaleik liðanna(Umfjöllun og myndir)

Snæfell sigraði Fjölni í lokaleik liðanna(Umfjöllun og myndir)

22:15

{mosimage}
(Leikmenn tóku vel á því í kvöld)

Neðstu liðin, í 7. og 8. sæti, Iceland Express deildar kvenna mættust í kvöld þar sem  Fjölnisstúlkur tóku á móti Snæfelli í Grafarvogi. Þetta var síðasti leikur þessara liða á tímabilinu og ljóst að Snæfell héldi sæti sínu fyrir leikinn en Fjölnir félli í 1. deild. Fjölnisstúlkur misstu mikið þegar Ashley Bowman hvarf á braut og snéri ekki til baka eftir jólfríið. En eftir 6 leiki með liðinu hafði hún verið mikil vítamínsprauta fyrir liðið og hafa brekkurnar verið brattari í leikjum Fjölnis eftir það. Snæfellsstúlkur fengu til sín góðann leikmann eftir að Detra Ashley fékk sig  lausa frá liðinu og hefur Kristen Green fallið vel að leik liðsins og verið þeim mikill styrkur. Fjölnir var fyrir leikinn með einn sigur í deildinni einmitt á Snæfelli en Snæfellingar með fimm sigra eftir að hafa haft eitthvert tak á Grindavík í vetur með þrjá sigra á þeim og svo tvo á Fjölni.

Snæfell byrjaði af krafti og komust í 8-0 áður en Fjölir náði svo að klóra næstu fjögur stig og kom aðeins betur inn í leikinn. Fjölnir náði að hanga í Snæfelli sem voru þó sprækari og Kristen Green hitti úr flest öllum skotum og var komin með 14 stig í lok fyrsta hluta. Hjá Fjölni var Hrund allt í öllu með 10 stig en Snæfell leiddi 16-23.

Kristen Green ætlaði að skilja við Snæfell með stórframlagi og var komin með 27 stig af 44 stigum Snæfells þegar 3 mín voru eftir af öðrum fjórðung en Fjölnir hafði þá skorað 24 stig alls. Snæfell gengu á lagið í hlutanum og spiluðu betri vörn og voru skipulagðri í aðgerðum sínum. Fjölnisstúlkur þreyttust í látunum og gáfu eftir og leiddu gestirnir frá Stykkishólmi 26-47 eftir mikið áhlaup. Eins og áður kom fram var Hrund komin með 10 stig og 6 fráköst fyrir Fjölni og Bergdís 8 stig. Kristen Green var komin með 27 stig og 7 fráköst en næst hjá Snæfelli var Gunnhildur með 6 stig.

{mosimage}

Þriðji hluti var jafnari í skori 11-11 og voru mörg skot ekki að detta hjá báðum liðum en Snæfell var komið með um 25 stiga forskot og erfitt fyrir Fjölni að saxa það niður. Snæfell leiddi eftir þriðja hluta 37-58 og fátt að koma í veg fyrir sigur þeirra í leiknum þó mikill munur væri á leik þeirra í fyrri hálfleik og seinni.

Fjórði hluti var Fjölnis sem börðust fyrir sínu þó seint væri og Snæfell gaf nokkuð eftir og var að tapa boltanum svolítið á kafla og hittu illa. Nýliðar Snæfells tryggðu sér þó sigurinn í síðasta leik sínum á tímabilinu  47-75 og verða þá ekki nýliðar að ári og eru vel að áframhaldandi sæti sínu í deildinni komnar með 6 sigra eða 12 stig. En stúlkurnar í Fjölni þurfa að sætta sig við 1. deildina að ári en það eru bjartir tímar hjá þeim framundan með ungt og mjög efnilegt lið. Hjá Fjölni  skoraði Hrund 16 stig og tó k 10 frák. Bergdís 12 stig og 11 frák. Hjá Snæfelli setti Kristen 31 stig og tók 12 frák. Gunnhildur var með 14 stig og María 12 stig.

Tölfræði leiksins

Símon B. Hjaltalín

Mynd: Símon B. Hjaltalín

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -