spot_img
HomeFréttirSnæfell sagði stopp við Grindavík (Umfjöllun)

Snæfell sagði stopp við Grindavík (Umfjöllun)

 
Helgi Jónas Guðfinsson var kominn í búning hjá Grindavík þegar menn týndust inn á í upphitun í Hólminum í kvöld. Guðlaugur Eyjólfsson var ekki með Grindavík en hjá Snæfelli var Egill Egilsson hvíldur vegna smá veikinda og Atli Rafn Hreinsson hafði sig í búning en lék ekkert sökum veikinda.
Byrjunaliðin voru.
Snæfell: Nonni, Pálmi, Sean, Ryan, Emil.
Grindavík: Ryan, Páll, Ómar, Þorleifur, Ólafur.
 
Að hætti þessara liða þá byrjaði leikurinn hratt og örugglega þó mönnum væru stundum mislagðar hendur og tók Snæfell nauma forystu strax í upphafi en Grindavík náði að komast yfir og 13-14 en leikurinn var í járnum fyrsta fjórðunginn en Páll Axel og Ómar voru að setja grimmt fyrir Grindavík. Ryan Amoroso jafnaði 18-18 rétt áður en flautan gall sem vaar staðan eftir fyrsta fjórðung.
 
Grindavík gengu fljótt á lagið eftir mistök Snæfells í sóknum sínum og komust strax í 20-24. Snæfellingar vöknuðu við það og áttu næstu 10 stig. Helgi Jónas kom inn á til að reyna að koma einhverju ráði á leik sinna manna. Eitthvað náðu þeir að saxa á en Snæfell hélt forskoti í hálfleik 39-32. Topp skorarar liðanna voru hjá Snæfelli Ryan Amoroso 11/6 frák. Pálmi 9 stig og Nonni 8 stig en hjá Grindavík Páll Axel 10 stig og Ómar Örn 8 stig.
 
Grindavík komu hressari til leiks í byrjun síðari hálfleik og komust nær 50-49 með seiglu en Sean Burton virtist sá eini sem gat sett boltann ofan í og þá 1-2 metra frá þriggja stiga línunni en hann setti 4 þrista og hélt Snæfelli á floti sem reyndar tók svo smá sprett þegar fleiri komust í gang aftur og komust í 65-51 sem var staðan fyrir lokfjórðunginn.
 
Snæfell hélt stemmingu sinni áfram og var Sveinn Arnar að spila góða vörn ásamt Emil þór sem kom með góðar rispur og var með 3 varin skot í leiknum. Undir miðjann fjórða hluta var Snæfell komið í 76-58. Kaflaskiptur leikur þar sem Grindavík tók næstu 11 stig og komu leiknum niður í 76-69 með góðri vörn og samstilltu átaki á meðan Snæfell hitti ekkert. Snæfell hélt þó haus síðustu mínútuna þó atgangur væri mikill og Grindavík sótti gríðalega á síðustu sekúndurnar. Snæfelli hafði sigur 79-71 og stöðvaði sigurgöngu Grindavíkur.
 
Stig og helsta tölfræði leikmanna.
 
Snæfell:
Sean Burton 23/5 frák/4 stoð. Pálmi Freyr 18/4 frák/6 stoðs. Nonni Mæju 16/10 frák/5 stoðs. Ryan Amoroso 11/13 frák. Sveinn Arnar 6/4 frák. Emil Þór 3/4 stoðs. Kristján Pétur 2 stig. Guðni, Atli, Gunnlaugur, Hlynur og Daníel skoruðu ekki.
 
Grindavík:
Páll Axel 20/7 frák. Ryan Pettinella 14/11 frák. Ómar Örn 13/9 frák. Ólafur Ólafs 9/7 frák/5 stoðs. Helgi Jónas 9 stig. Þorleifur Ólafs 6 stig. Þorsteinn, Björn Steinar, Ármann, Egill, Marteinn og Helgi skoruðu ekki.
 
Helgi Jónas var að vonum ekki ánægður með leikinn og sagði:
,,Við misstum þá alltof langt frá okkur og Sean kláraði okkur með nokkrum þristum. Menn voru bara ekki alveg tilbúnir og ekki alveg á tánum fyrir svona alvöru leik og ég er nokkuð svekktur.”
 
Nú ertu kominn í búning verður það eitthvað meira í vetur?
,,Þetta er búið. Þetta verður ekki meira, ég átti ekki einu sinni að fara inn á.”
 
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson.
 
 
Umfjöllun: Símon B. Hjaltalín.
Fréttir
- Auglýsing -