spot_img
HomeFréttirSnæfell-Njarðvík: Bein textalýsing

Snæfell-Njarðvík: Bein textalýsing

Hér að neðan fer bein textalýsing úr viðureign Snæfell og Njarðvíkur í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla. Þetta er fyrsti leikur liðanna í seríunni, staðan 0-0 en vinna þarf tvo leiki til að komast áfram í undanúrslit.

4. leikhluti
 
79-78 lokatölur í Stykkishólmi, Snæfell tekur 1-0 forystu í einvíginu. Njarðvíkingar voru ekki sáttir að fá ekki villu í lokasókninni og þá einkum og sér í lagi Elvar Már Friðriksson sem fannst gestirnir fá að sauma heldur betur að sér.
 
4,3 sek þegar þristur frá Njarðvik vill ekki niður en aftur er þeim dæmdur boltinn eftir frákastabaráttuna…
 
20 sek eftir og Njarðvíkingar reyna þrist sem vill ekki niður, erfitt skot hjá Elvari Má en boltinn fer af Hólmurum í frákastabaráttunni og grænum dæmdur boltinn þegar 20,5 sek eru til leiksloka! Símon B. Hjaltalín býður upp á lagið Turn me loose á meðan liðin eru í leikhléi…
 
79-78 og skotklukka Snæfells rennur út eftir að Marcus Van ver skot frá Jóni Ólafi…Njarðvík í sókn og 34 sek eftir
 
79-78 Jay setur öll vítin að sjálfsögðu.
 
Nigel Moore að fá sína fimmtu villu í Njarðvíkurliðinu og er ekki sáttur, dæmt á hann fyrir að brjóta á Jay Threatt í þriggja stiga skoti og Jay getur komið Hólmurum yfir nú þegar 1.11mín eru eftir af leiknum.
 
76-78 Pálmi Freyr skorar eftir hraðaupphlaup Hólmara, Nigel Moore lét stela af sér boltanum og heimamenn brunuðu upp. Reynslumiklir Hólmarar voru ekki lengi að refsa gestunum fyrir að fara illa með boltann. Einar Árni tók strax leikhlé fyrir gestina sem leiða 76-78 þegar 1.35mín eru til leiksloka og Njarðvíkingar eiga boltann að leikhléi loknu.
 
72-78 Marcus Van með sóknarfrákast og skorar fyrir Njarðvíkinga. Gestirnir komnir með undirtökin og hafa haft vinninginn á stuðningsmannapöllunum frá fyrstu mínútu leiksins, er það mögulega að smita inn á parketið núna?
 
72-76 Amoroso með stóran þrist fyrir Snæfell og bráðnauðsynlegan end 2.30mín eru til leiksloka.
 
68-74 Ólafur Helgi með annan þrist og Njarðvíkingar eru dottnir í ham, hér eru grænir í svakalegum gír.
 
68-71 Ágúst Orrason með þrist sem lekur niður um leið og skotklukkan rennur út hjá Njarðvíkingum. 3.45mín til leiksloka. Lukkufnykur af þessum þrist hjá Ágústi!
 
68-65 Amoroso svarar á hinum endanum með þrist en Ólafur svarar aftur á augabragði með öðrum þrist 68-68! Já hér þjóta eldflaugarnar á milli.
 
65-65 Ólafur Helgi jafnar fyrir Njarðvík með þrist og 5mín til leiksloka. Stór þristur hjá Ólafi…
 
65-62 Marcus Van með sóknarfrákast og skorar af harðfylgi, Monster Van kominn með 15 stig og 20 fráköst!
 
65-60 Jay Threatt að skora fyrir heimamenn og brotið á honum að auki. Njarðvíkingar taka leikhlé.
 
59-58…fjórði leikhluti farinn af stað og þetta ætti að verða nokkuð æsilegar 10 mínútur.
 
(Elvar Már Friðriksson hefur verið besti maður vallarins í Stykkishólmi í kvöld)
 
3. leikhluti
 
57-56 Jón Ólafur með þrist og lokasekúndur þriðja leikhluta voru ansi skrautlegar…en Hólmarar leiða með einu stigi fyrir fjórða og síðasta leikhluta. Njarðvík vann leikhlutann 16-20.
 
54-56 Elvar setti bæði vítin.
 
54-54 og 58 sek eftir af þriðja, Elvar Már á leið á vítalínuna en Sveinn Arnar braut á honum, hans fyrsta villa í leiknum.
 
52-54 Ágúst Orrason með Njarðvíkurþrist og gestirnir komnir yfir en heimamenn voru fljótir að jafna metin í 54-54 og lokaspretturinn á þessum þriðja leikhluta er að verða bara rjómi!
 
52-51 Elvar Már með þrist fyrir gestina og minnkar muninn í eitt stig…3.07mín eftir af leiknum.
 
52-46 og 4.30mín eftir af þriðja…sem fyrr eru það Hólmarar sem eru feti framar en grænir eru aldrei langt undan. Magnaður slagur í gangi!
 
49-44 Jay Threatt að skora eftir hraðaupphlaup og brotið á honum líka…Jay setur vítið fyrir Snæfell og þriggja stiga sókn í hús og staðan 50-44.
 
45-44 Marcus Van með eitt víti eftir að Jón Ólafur braut á honum, Jón kominn með þrjár villur í liði Snæfells.
 
43-43 Nigel Moore jafnar með þrist fyrir Njarðvíkinga og síðari hálfleikur fer fjörlega af stað.
 
43-40 Amoroso gerir fyrstu stig heimamanna í síðari hálfleik.
 
41-40 Marcus Van opnar hér síðari hálfleikinn með troðslu að hætti hússins og svo starx skömmu síðar annarri körfu í teignum.
 
Síðari hálfleikur er hafinn…það eru Njarðvíkingar sem byrja með boltann við miðlínu. Byrjunarlið beggja eru komin á parketið.
 
Skotnýting liðanna í hálfleik:
Snæfell tveggja stiga 50% – þriggja 40% og víti 83,3%
Njarðvík tveggja 44,4 % – þriggja 13,5% og víti 85,7%
 
(Ólafur Torfason fær hér ruðning dæmdan á Marcus Van í öðrum leikhluta)
 
Hér í hálfleik í Stykkishólmi var Hildur Sigurðardóttir svo útnefnd Íþróttamaður Snæfells árið 2012 en Hildur leikur eins og kunnugt er með kvennaliði Snæfells í Domino´s deild kvenna og er landsliðskona. Til hamingju Hildur!
 
2. leikhluti
 
Hálfleikur og staðan 41-36…Elvar Már með flautukörfu fyrir Njarðvíkinga sem taldi tvö stig og kappinn kominn með 22 stig í hálfleik! Hjá Snæfell er Jay Threatt með 12 stig en rimma þessara mögnuðu bakvarða hefur verið nokkuð sjónarspil hér í Hólminum.
 
36-32 Elvar Már að minnka muninn í fjögur stig og 1.15mín til hálfleiks. 
 
36-27 Pálmi Freyr að læða niður sniðskoti eins og sannir refir gera best.
 
3.04mín til hálfleiks og staðan 32-27 fyrir Snæfell og leikhlé í gangi.
 
32-25 og 4.00mín til hálfleiks, heimamenn ávallt skrefinu á undan og hér var Ólafur Torfason að skella niður stökkskoti nýkominn inn af bekknum.
 
Ryan Amoroso að bjóða upp á nettan ,,Mutumbo” þegar hann varði skot frá Njarðvíkingnum Óla Ragnari…staðan enn 25-23 og nokkuð búið að hægjast um í stigaskorinu og varnirnar þéttari. 
 
Hjörtur Einarsson að fá sína þriðju villu í liði Njarðvíkinga, sóknarvilla en hann kom frá sér skoti og stigin töldu og staðan 25-23.
 
25-21 Threatt setti þrist fyrir Snæfell en það er magnað að fylgjast með honum og Elvari eigast við hérna í fimmta gír.
 
Annar leikhluti er hafinn og Elvar Már Friðriksson búinn að gera fimm Njarðvíkurstig í röð! Gestirnir minnka muninn í 22-21 eftir þrist frá Elvari.
 
(Sigurður Þorvaldsson í fyrsta leikhluta með Snæfell)
 
1. leikhluti (22-18)
 
22-18 staðan að loknum fyrsta leikhluta! Jón Ólafur með 9 stig í liði Snæfells en Elvar Már með 10 stig í liði Njarðvíkinga. Nokkrar sveiflur þennan fyrsta leikhluta en opinn og skemmtilegur leikur í gangi.
 
Hér var flautuð önnur U-villa á Hjört en hún svo dregin til baka, Hjörtur samt með tvær villur í Njarðvíkurliðinu eftir stutta veru á parketinu.
 
Ólafur Torfason búinn að vera stutt inni á vellinum en er fljótur að næla sér í tvær villur í liði Snæfells. 
 
16-13…hér er verið að dæma U-villu á Hjört Einarsson í liði Njarðvíkinga fyrir að sveifla olnboga. Hólmarar settu bæði vítin og fá boltann aftur og staðan orðin 18-13. Heimamenn settu einnig tvö stig í teignum eftir innkastið og staðan 20-13.
 
16-10 og 2.46mín eftir af fyrsta þegar Njarðvíkingar taka leikhlé. Heimamenn í Snæfell búnir að gera 14 stig í röð á gestina og ansi sveiflukenndur fyrsti leikhluti í gangi. 
 
14-10 Nonni Mæju með þrist og 12-0 sprettur stendur yfir hjá Snæfell. Njarðvíkingar komnir í sömu spor og heimamenn voru í upphafi leiks.
 
11-10 Amoroso með stökkskot og 9-0 demba hjá heimamönnum og 4.34mín eftir af fyrsta leikhluta.
 
9-10 og 7-0 sprettur hjá Snæfell í gangi og heimamenn svona óðar að líkjast sjálfum sér.
 
4-10 Pálmi með stökkskot fyrir heimamenn og 6mín eftir af fyrsta leikhluta. Varnarleikur heimamanna ekki kominn í gang….
 
2-8 Elvar Már heldur áfram að prjóna sig í gegnum Snæfellsvörnina og grænir gestirnir eru sprækir hér á upphafsmínútunum.
 
2-6 Elvar Már búinn að gera sex fyrstu stig Njarðvíkinga í leiknum.
 
0-2 Elvar Már kemur gestunum yfir með góðu gegnumbroti.
 
Leikur hafinn…
 
Byrjunarlið liðanna
Snæfell: Jay Threatt, Pálmi F. Sigurgeirsson, Jón Ólafur Jónsson, Sigurður Þorvaldsson og Ryan Amoroso.
Njarðvík: Elvar Friðriksson, Ólafur Helgi Jónsson, Maciej Baginski, Nigel Moore og Marcus Van.
 
Viðureign liðanna er við það að hefjast. 
Fréttir
- Auglýsing -