spot_img
HomeFréttirSnæfell með sterka endurkomu og komnir í 2-0 (Umfjöllun)

Snæfell með sterka endurkomu og komnir í 2-0 (Umfjöllun)

22:09

{mosimage}

Gríðarleg stemming og öllu var tjaldað til í Fjárhúsinu í Hólminum í kvöld þegar annar leikur undanúrslitaeinvígis Snæfells og Grindavikur fór fram og leiddi Snæfell 1-0. Alveg stappað í húsinu af heimamönnnum og gestum og þakið ætlaði af húsinu í byrjun. Kristinn Óskarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson dæmdu. Leikurinn byrjaði aljörlega Grindvíkinga sem áttu ekki meira eftir í seinni hlutann og var hann Snæfellinga sem innbyrtu sigur með svaka karakter 79-71

Leikurinn byrjaði af svakalegum krafti og hraða þar sem liðin máttu varla vera að því að stilla upp í vörn og stíft var skorað byrjaði 2-2 en svo var skotsýning hjá Grindavík með þristum frá Páli og Darboe sem komust í 11-2 þegar Snæfell rankaði við sér og fóru að skjóta niður líka með þristum frá Magna og Sigga. Grindavík stjórnaði hraðanum og voru ekki á því að fara úr þessum leik með ekkert og voru með allt annan varnaleik en í fyrsta leiknum og leiddu eftir fyrsta fjórðung 14-25.

Snæfellingar virtust ætla að bæta tölfræði tapaðra bolta frá síðasta leik og áttu erftitt með að handleika knöttinn í byrjun. Grindvíkingar voru tilbúnir í allt og voru að spila stíft á Snæfellninga sem áttu erfitt með að setja niður skot og voru ekki sannfærandi varnalega. Grindvíkingar voru yfirleitt með um 10 stiga forskot og líkaði vel á meðan Snæfellingar sættu sig illa við að elta og fengu á sig of margar klaufavillur. Heimamann settu í stífa maður á mann vörn í lok annars leikhluta og voru að sækja á með hertum varnarleik og leikurinn aðeins að jafnast og staðan í hálfleik 35-37. Á þessum fyrri hluta voru Hlynur 10 stig og 11 frák, Justin 9 stig atkvæðamestir en Magni, Anders og Siggi voru að bæta hressilega í vörnina fyrir Snæfell. Hjá Grindavík voru Darboe með 11 stig, Páll Axel með 8 stig og Jamal með 7 stig og 7 frák, atkvæðamestir.

{mosimage} 

Snæfellingar byrjuðu á að jafna 37-37. Grindvíkingar virtust sprungnir og hittu illa. Þá tók fyrirliði Snæfells Hlynur Bæringsson til sinna ráða og tók hvert frákastið eftir öðru og skoraði grimmt undir körfunni. Snæfellingar duttu í allsvakalegann kafla og kveiktu þeir Anders Katholm, með tvo þrista, Árni Ásgeirs einn þrist og Siggi Þorvalds einn, í Snæfellingum og var þeirra tími kominn að ráða hraðanum. Grindvíkingar fóru þá í skó Snæfellinga í fyrri hálfleik og misstu boltan æði oft klaufalega og hittu illa. Anders Katholm og Hlynur voru yfiburðarmenn á vellinum og vann Snæfell leikhlutann 31-17 og leiddu leikinn 64-54 eftir 3. leikhluta og ekki tilbúnir að gefa eftir í Fjárhúsinu.

Grindvíkingar voru ekki villumargir en Igor fékk sína 4. villu í byrjun síðasta leikhluta. Grindvíkingar voru ekki til í að láta fara svo illa með sig og með slökum skotum Snæfellinga og yfirvegaðri sóknum Grindvíkinga náðu þeir að saxa á og þegar 5 mín voru eftir var staðan 69-62 fyrir heimamenn. Snæfellingar voru orðnir ráðsettari eftir góða endurkomu í leiknum og leiddu mest af með um 10 stigum það sem lifði 4. hluta og voru Grindvíkingar ekki að ógna að ráði. Undir lokin þegar um 20 ssek voru eftir voru Grindvíkingar að brjóta og Snæfellingar settu vítin niður héldu boltanum vel og sigruðu 79-71 og Nína hljómaði í húsinu eftir þrautseigann endasprett Snæfellinga sem leiða 2-0.

{mosimage}

Ekki veit ég hvað Hlynur fékk sér í morgunmat en það var að virka það sem leið á daginn því fyirliði Snæfells átti gríðarlega sterkann leik og var með 20 stig, 21 frákast og 7 varin skot og hélt sínum mönnum við efnið.  Justin var með 16 stig 5 fráköst og 5 stoð en var á tímabili að missa boltann og var með 7 tapaða. Siggi Þorvalds 14 stig og Anders Katholm 13 stig voru verulega fastir fyrir í seinni hlutanum sem og Magni sem átti feiknar sterkann varnarleik.

Hjá Grindavík var Darboe 16 stig að stjórna vel framan af en minnkaði framlag hans er líða tók á leikinn. Páll Axel og Páll Kristins voru með sín hvor 13 stig og 4 fráköst og hefur Páll Axel séð þau detta fleiri. Jamal Williams með 10 stig og 12 fráköst var ekki nálægt síðasta leik sínum, hann átti ágætis fyrri hálfleik en var alveg sprungin í seinni og Hlynur sýndi honum hver ætti heima í Hóminum. Þorleifur átti ágætis spretti en hefur tekið betri skot en  límdi sig í vörninn á Justin sem átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik.

Tölfræði leiksins

{mosimage}

Símon B. Hjaltalín.

Myndir: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -