spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaSnæfell með sigur í fyrsta leik

Snæfell með sigur í fyrsta leik

Fyrstu umferð 1. deildar kvenna lauk í kvöld þegar KR-ingar tóku á móti Snæfelli úr Stykkishólmi á Meistaravöllum. Bæði lið léku í úrvalsdeild kvenna á síðustu leiktíð, en KR-ingar féllu úr deildinni síðasta vor, á meðan Hólmarar drógu lið sitt úr keppni í sumar og skráðu sig til leiks í 1. deild.

Leikurinn var jafn frá upphafi til enda og náði hvorugt liðið nokkurn tímann meira en 8 stiga forystu. KR-ingar voru skrefinu á undan lengst af, og höfðu þriggja stiga forystu í hálfleik, 40-37. Snæfell mættu sterkari til leiks í þriðja leikhluta og unnu hann með sjö stigum, sem þýddi að gestirnir höfðu fjögurra stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 53-57.

Lokaleikhlutinn varð svo æsispennandi. Liðin skiptust á að skora og voru gestirnir einu stigi yfir, 73-74, þegar KR-ingar brutu á Mineu Takala, þegar 11 sekúndur lifðu af leiknum. Takala fékk tvö vítaskot en hitti úr hvorugu þeirra. KR-ingar náðu frákastinu og keyrðu upp völlinn og freistuðu þess að skora sigurkörfuna. Það fór hins vegar ekki betur en svo að þær misstu boltann í hendurnar á gestunum, og brutu svo á Rebekku Rán Karlsdóttur þegar 0,4 sekúndur voru eftir. Rebekka fór á línuna, klikkaði á báðum vítunum og tíminn rann út. Niðurstaðan eins stigs sigur Snæfells, 73-74.

Sianni Martin var stigahæst gestanna með 23 stig, á meðan Preslava Koleva skoraði 12 stig og tók 17 fráköst. Hjá KR-ingum var Hulda Bergsteinsdóttir stigahæst með 30 stig.

Snæfell byrjar því deildina á sigri, og mæta næst Þór Akureyri fyrir norðan 7. október. KR mætir Stjörnunni 9. október.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -